Atli tók langflesta spretti: „Búinn að breyta sér úr lúxusleikmanni“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2020 13:00 Atli Sigurjónsson í leiknum gegn Val á laugardaginn. vísir/daníel Atli Sigurjónsson hljóp 1,4 kílómetra á spretti, það er að segja á yfir 20 km/klst, þegar hann lék með KR gegn Val í 1. umferð Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Hann [Atli] er búinn að breyta sér úr lúxusleikmanni í að vera leikmaður sem ég held að Rúnar Kristins eigi erfitt með að líta framhjá,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni. Sérfræðingarnir skoðuðu hlaupatölur leikmanna úr stórleik Vals og KR þar sem meðal annars kom fram að Atli hefði átt langflesta spretti í leiknum, eða 48 talsins. Næsti maður var Tobias Thomsen með 38 spretti á yfir 20 km/klst. Atli hljóp ekki bara hratt heldur alls 11,1 km í leiknum. Kaj Leo í Bartalsstovu hljóp lengst allra eða 11,92 km. Þrír efstu í hvoru liði, þegar horft er til heildarvegalengdar sem hlaupin var á yfir 20 km/klst.MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þessar tölur sanna það að Atli var úti um allt,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, annar sérfræðinga Gumma í þættinum. „Hann var óheppinn að skora ekki í byrjun leiks og það er þvílík vinnsla í honum. Hann er ekki bara með flesta sprettina og lengstu vegalengdina á spretti, heldur langflesta spretti og langmestu vegalengdina. Hann er orðinn ótrúlega dýrmætur þessu KR-liði,“ sagði Davíð en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Hlaupatölur úr leik Vals og KR Finnur Orri Margeirsson átti hraðasta sprettinn sem mældist í leiknum en hann hljóp þá á 33,3 km/klst. Atli var rétt á eftir honum í þeim efnum en hér að neðan má sjá þessar tölur og fleiri upplýsingar úr leiknum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Atli Sigurjónsson hljóp 1,4 kílómetra á spretti, það er að segja á yfir 20 km/klst, þegar hann lék með KR gegn Val í 1. umferð Pepsi Max-deildinni í fótbolta. „Hann [Atli] er búinn að breyta sér úr lúxusleikmanni í að vera leikmaður sem ég held að Rúnar Kristins eigi erfitt með að líta framhjá,“ sagði Gummi Ben í Pepsi Max stúkunni. Sérfræðingarnir skoðuðu hlaupatölur leikmanna úr stórleik Vals og KR þar sem meðal annars kom fram að Atli hefði átt langflesta spretti í leiknum, eða 48 talsins. Næsti maður var Tobias Thomsen með 38 spretti á yfir 20 km/klst. Atli hljóp ekki bara hratt heldur alls 11,1 km í leiknum. Kaj Leo í Bartalsstovu hljóp lengst allra eða 11,92 km. Þrír efstu í hvoru liði, þegar horft er til heildarvegalengdar sem hlaupin var á yfir 20 km/klst.MYND/STÖÐ 2 SPORT „Þessar tölur sanna það að Atli var úti um allt,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, annar sérfræðinga Gumma í þættinum. „Hann var óheppinn að skora ekki í byrjun leiks og það er þvílík vinnsla í honum. Hann er ekki bara með flesta sprettina og lengstu vegalengdina á spretti, heldur langflesta spretti og langmestu vegalengdina. Hann er orðinn ótrúlega dýrmætur þessu KR-liði,“ sagði Davíð en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Hlaupatölur úr leik Vals og KR Finnur Orri Margeirsson átti hraðasta sprettinn sem mældist í leiknum en hann hljóp þá á 33,3 km/klst. Atli var rétt á eftir honum í þeim efnum en hér að neðan má sjá þessar tölur og fleiri upplýsingar úr leiknum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Valur KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Sjá meira
Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00