Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júní 2020 20:33 Arnar Gunnlaugsson var ánægður með stigin þrjú vísir/daníel þór Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. Leikar enduðu 1-1 en heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en Fjölnismenn ákveðnari í þeim seinni og var hann spurður að því hvort þetta hefðu ekki bara verið sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. „Já já, Fjölnir voru mjög flottir og voru grimmari en við í öllum návígjum og jafnteflið var bara sanngjarnt. Við vorum bara heppnir að tapa ekki í dag því við vorum eiginlega hrikalega off í öllum okkar aðgerðum þannig að ég er bara gríðarlega sáttur við þetta stig.“ Arnar talaði um það fyrir leik að lið þyrftu jafnvel 1-2 umferðir til að komast í taktinn eftir Covid-19 pásuna og var hann sömu skoðunar eftir leik og að jafnvel þyrfti fleiri umferðir til að ná sér á strik. „Ég ætla að breyta því í 3-4 umferðir,“ sagði Arnar og hló og hélt svo áfram: „Við vorum rosalega þungir einhvernveginn og lítill taktur í okkur. Menn koma bara misvel undan þessu ævintýri síðustu tveggja eða þriggja mánaða og það er ósköp eðlilegt. Við verðum bara að sýna þolinmæði og gefa þeim tíma. Hafandi sagt það þá að á meðan þú ert að spila illa þá verður þú að safna stigum með því að nota hausinn. Við eigum að vera með næginlega mikla reynslu til að sigla svona leikjum heim þó svo að við séum að ströggla og það er augljóst að við erum að ströggla.“ „Við verðum samt bara að slaka á. Maður hefur lært það að maður á ekkert að vera að gaspra eftir svona leiki. Vonbrigðin eru bara svo mikil, menn voru líka yfirspenntir og þegar það gerist þá spilar maður gegn sjálfum sér. Reyndari menn verða þá að draga vagninn fyrir okkur og þessa yngri leikmenn. Við vorum bara hrikalega svekktir með sjálfa okkur, við vorum daprir þannig að leiðin hlýtur að liggja upp.“ Arnar var þá spurður út í það hvort það vantaði upp á að þessir reyndari menn væru að draga vagninn fyrir þá. „Já það vantaði svolítið leiðtoga inn á til að hafa hausinn í lagi. Sérstaklega þegar líða fór á leikinn þá ætluðum við að skora 10 mörk í hverri einustu sókn í staðinn fyrir að stilla okkur aðeins af og fara back to basics og gera það sem við höfum verið að gera vel síðustu 10 mánuði. Við misstum aðeins hausinn og þurftum aðeins að róa okkur niður. Eftirvæntingin var samt mikil, ég hef verið áður í þessum sporum sem leikmaður þannig að þeim er fyrirgefið. Við þurfum að vera fljótir að koma okkur niður og gíra okkur upp fyrir næsta leik.“ Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. Leikar enduðu 1-1 en heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en Fjölnismenn ákveðnari í þeim seinni og var hann spurður að því hvort þetta hefðu ekki bara verið sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. „Já já, Fjölnir voru mjög flottir og voru grimmari en við í öllum návígjum og jafnteflið var bara sanngjarnt. Við vorum bara heppnir að tapa ekki í dag því við vorum eiginlega hrikalega off í öllum okkar aðgerðum þannig að ég er bara gríðarlega sáttur við þetta stig.“ Arnar talaði um það fyrir leik að lið þyrftu jafnvel 1-2 umferðir til að komast í taktinn eftir Covid-19 pásuna og var hann sömu skoðunar eftir leik og að jafnvel þyrfti fleiri umferðir til að ná sér á strik. „Ég ætla að breyta því í 3-4 umferðir,“ sagði Arnar og hló og hélt svo áfram: „Við vorum rosalega þungir einhvernveginn og lítill taktur í okkur. Menn koma bara misvel undan þessu ævintýri síðustu tveggja eða þriggja mánaða og það er ósköp eðlilegt. Við verðum bara að sýna þolinmæði og gefa þeim tíma. Hafandi sagt það þá að á meðan þú ert að spila illa þá verður þú að safna stigum með því að nota hausinn. Við eigum að vera með næginlega mikla reynslu til að sigla svona leikjum heim þó svo að við séum að ströggla og það er augljóst að við erum að ströggla.“ „Við verðum samt bara að slaka á. Maður hefur lært það að maður á ekkert að vera að gaspra eftir svona leiki. Vonbrigðin eru bara svo mikil, menn voru líka yfirspenntir og þegar það gerist þá spilar maður gegn sjálfum sér. Reyndari menn verða þá að draga vagninn fyrir okkur og þessa yngri leikmenn. Við vorum bara hrikalega svekktir með sjálfa okkur, við vorum daprir þannig að leiðin hlýtur að liggja upp.“ Arnar var þá spurður út í það hvort það vantaði upp á að þessir reyndari menn væru að draga vagninn fyrir þá. „Já það vantaði svolítið leiðtoga inn á til að hafa hausinn í lagi. Sérstaklega þegar líða fór á leikinn þá ætluðum við að skora 10 mörk í hverri einustu sókn í staðinn fyrir að stilla okkur aðeins af og fara back to basics og gera það sem við höfum verið að gera vel síðustu 10 mánuði. Við misstum aðeins hausinn og þurftum aðeins að róa okkur niður. Eftirvæntingin var samt mikil, ég hef verið áður í þessum sporum sem leikmaður þannig að þeim er fyrirgefið. Við þurfum að vera fljótir að koma okkur niður og gíra okkur upp fyrir næsta leik.“
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira