Arnar: Það vantaði svolítið leiðtoga inn á Anton Ingi Leifsson skrifar 15. júní 2020 20:33 Arnar Gunnlaugsson var ánægður með stigin þrjú vísir/daníel þór Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. Leikar enduðu 1-1 en heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en Fjölnismenn ákveðnari í þeim seinni og var hann spurður að því hvort þetta hefðu ekki bara verið sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. „Já já, Fjölnir voru mjög flottir og voru grimmari en við í öllum návígjum og jafnteflið var bara sanngjarnt. Við vorum bara heppnir að tapa ekki í dag því við vorum eiginlega hrikalega off í öllum okkar aðgerðum þannig að ég er bara gríðarlega sáttur við þetta stig.“ Arnar talaði um það fyrir leik að lið þyrftu jafnvel 1-2 umferðir til að komast í taktinn eftir Covid-19 pásuna og var hann sömu skoðunar eftir leik og að jafnvel þyrfti fleiri umferðir til að ná sér á strik. „Ég ætla að breyta því í 3-4 umferðir,“ sagði Arnar og hló og hélt svo áfram: „Við vorum rosalega þungir einhvernveginn og lítill taktur í okkur. Menn koma bara misvel undan þessu ævintýri síðustu tveggja eða þriggja mánaða og það er ósköp eðlilegt. Við verðum bara að sýna þolinmæði og gefa þeim tíma. Hafandi sagt það þá að á meðan þú ert að spila illa þá verður þú að safna stigum með því að nota hausinn. Við eigum að vera með næginlega mikla reynslu til að sigla svona leikjum heim þó svo að við séum að ströggla og það er augljóst að við erum að ströggla.“ „Við verðum samt bara að slaka á. Maður hefur lært það að maður á ekkert að vera að gaspra eftir svona leiki. Vonbrigðin eru bara svo mikil, menn voru líka yfirspenntir og þegar það gerist þá spilar maður gegn sjálfum sér. Reyndari menn verða þá að draga vagninn fyrir okkur og þessa yngri leikmenn. Við vorum bara hrikalega svekktir með sjálfa okkur, við vorum daprir þannig að leiðin hlýtur að liggja upp.“ Arnar var þá spurður út í það hvort það vantaði upp á að þessir reyndari menn væru að draga vagninn fyrir þá. „Já það vantaði svolítið leiðtoga inn á til að hafa hausinn í lagi. Sérstaklega þegar líða fór á leikinn þá ætluðum við að skora 10 mörk í hverri einustu sókn í staðinn fyrir að stilla okkur aðeins af og fara back to basics og gera það sem við höfum verið að gera vel síðustu 10 mánuði. Við misstum aðeins hausinn og þurftum aðeins að róa okkur niður. Eftirvæntingin var samt mikil, ég hef verið áður í þessum sporum sem leikmaður þannig að þeim er fyrirgefið. Við þurfum að vera fljótir að koma okkur niður og gíra okkur upp fyrir næsta leik.“ Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Þjálfari Víkings var að vonum svekktari af þjálfurunum eftir úrslit leiksins fyrr í kvöld þegar Víkingur og Fjölnir mættust í Víkinni. Leikar enduðu 1-1 en heimamenn voru betri aðilinn í fyrri hálfleik en Fjölnismenn ákveðnari í þeim seinni og var hann spurður að því hvort þetta hefðu ekki bara verið sanngjörn úrslit þegar upp var staðið. „Já já, Fjölnir voru mjög flottir og voru grimmari en við í öllum návígjum og jafnteflið var bara sanngjarnt. Við vorum bara heppnir að tapa ekki í dag því við vorum eiginlega hrikalega off í öllum okkar aðgerðum þannig að ég er bara gríðarlega sáttur við þetta stig.“ Arnar talaði um það fyrir leik að lið þyrftu jafnvel 1-2 umferðir til að komast í taktinn eftir Covid-19 pásuna og var hann sömu skoðunar eftir leik og að jafnvel þyrfti fleiri umferðir til að ná sér á strik. „Ég ætla að breyta því í 3-4 umferðir,“ sagði Arnar og hló og hélt svo áfram: „Við vorum rosalega þungir einhvernveginn og lítill taktur í okkur. Menn koma bara misvel undan þessu ævintýri síðustu tveggja eða þriggja mánaða og það er ósköp eðlilegt. Við verðum bara að sýna þolinmæði og gefa þeim tíma. Hafandi sagt það þá að á meðan þú ert að spila illa þá verður þú að safna stigum með því að nota hausinn. Við eigum að vera með næginlega mikla reynslu til að sigla svona leikjum heim þó svo að við séum að ströggla og það er augljóst að við erum að ströggla.“ „Við verðum samt bara að slaka á. Maður hefur lært það að maður á ekkert að vera að gaspra eftir svona leiki. Vonbrigðin eru bara svo mikil, menn voru líka yfirspenntir og þegar það gerist þá spilar maður gegn sjálfum sér. Reyndari menn verða þá að draga vagninn fyrir okkur og þessa yngri leikmenn. Við vorum bara hrikalega svekktir með sjálfa okkur, við vorum daprir þannig að leiðin hlýtur að liggja upp.“ Arnar var þá spurður út í það hvort það vantaði upp á að þessir reyndari menn væru að draga vagninn fyrir þá. „Já það vantaði svolítið leiðtoga inn á til að hafa hausinn í lagi. Sérstaklega þegar líða fór á leikinn þá ætluðum við að skora 10 mörk í hverri einustu sókn í staðinn fyrir að stilla okkur aðeins af og fara back to basics og gera það sem við höfum verið að gera vel síðustu 10 mánuði. Við misstum aðeins hausinn og þurftum aðeins að róa okkur niður. Eftirvæntingin var samt mikil, ég hef verið áður í þessum sporum sem leikmaður þannig að þeim er fyrirgefið. Við þurfum að vera fljótir að koma okkur niður og gíra okkur upp fyrir næsta leik.“
Víkingur Reykjavík Pepsi Max-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira