Fyrstu farþegarnir skimaðir í morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2020 11:11 Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli komu með flugi Wizz air frá London sem lenti klukkan 9:40 í morgun. Vísir/Frikki Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. Farþegar vélarinnar eru þeir fyrstu sem kost höfðu á því að velja á milli þess að láta skima sig fyrir kórónuveirunni eða sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Neiti farþegar öðrum þessara kosta verður þeim vísað úr landi. Fréttastofa var á vettvangi þegar fyrstu skimuðu farþegarnir komu út úr komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Hér fyrir neðan má sjá myndir af farþegum sem komu með fyrsta flugi dagsins. Að sögn eins farþega vélarinnar voru um 70 til 80 farþegar um borð. Meirihluti þeirra voru Íslendingar. Mesta umferðin í lengri tíma Í dag munu alls átta vélar lenda á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða mestu umferð um völlinn í nokkuð langan tíma, eða frá því flugsamgöngur röskuðust allverulega sökum kórónuveirufaraldursins. Til samanburðar við þær átta vélar sem koma til landsins í dag lenti aðeins ein vél á vellinum í gær, flug Icelandair frá London. Daginn áður voru þær þó fjórar, tvær frá Wizz Air og tvær frá Icelandair. Um 60 manns koma með beinum hætti að skimun farþega í flugstöðinni. Gert er ráð fyrir að sýnataka á hvern farþega taki á bilinu tvær til tvær og hálfa mínútu. Eins er búið að reikna út að biðtími eftir skimun á ekki að geta verið meiri en 33 mínútur. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira
Fyrstu farþegar sem skimaðir voru á Keflavíkurflugvelli lentu í dag klukkan 9:40. Um var að ræða flug ungverska lággjaldaflugfélagsins Wizz Air frá London. Farþegar vélarinnar eru þeir fyrstu sem kost höfðu á því að velja á milli þess að láta skima sig fyrir kórónuveirunni eða sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til landsins. Neiti farþegar öðrum þessara kosta verður þeim vísað úr landi. Fréttastofa var á vettvangi þegar fyrstu skimuðu farþegarnir komu út úr komusalnum á Keflavíkurflugvelli. Hér fyrir neðan má sjá myndir af farþegum sem komu með fyrsta flugi dagsins. Að sögn eins farþega vélarinnar voru um 70 til 80 farþegar um borð. Meirihluti þeirra voru Íslendingar. Mesta umferðin í lengri tíma Í dag munu alls átta vélar lenda á Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða mestu umferð um völlinn í nokkuð langan tíma, eða frá því flugsamgöngur röskuðust allverulega sökum kórónuveirufaraldursins. Til samanburðar við þær átta vélar sem koma til landsins í dag lenti aðeins ein vél á vellinum í gær, flug Icelandair frá London. Daginn áður voru þær þó fjórar, tvær frá Wizz Air og tvær frá Icelandair. Um 60 manns koma með beinum hætti að skimun farþega í flugstöðinni. Gert er ráð fyrir að sýnataka á hvern farþega taki á bilinu tvær til tvær og hálfa mínútu. Eins er búið að reikna út að biðtími eftir skimun á ekki að geta verið meiri en 33 mínútur. Frá skimunaraðstöðunni á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Elísabet Inga
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Sjá meira