Ert þú með eitthvað grænt í gangi? Jón Hannes Karlsson skrifar 15. júní 2020 10:00 Síðustu ár hafa bílaframleiðendur markvisst aukið framleiðslu á umhverfisvænni farartækjum og í dag er úrval rafmagns-, hybrid- og tengiltvinnbíla allt annað og meira en það var. Samhliða þessari hröðu þróun hefur fjöldi annarra umhverfisvænna farartækja sprottið fram og kolefnisspor bensín- og díselvéla minnkað. Fjölgun hleðslustöðva við heimili og vinnustaði er góð vísbending um hve hratt við Íslendingar höfum tileinkað okkur þessa nýju tækni. Hvort sem farartækið er rafmagnsbíll, rafmagnshjól, rafmagnshlaupahjól, tengiltvinnbíll eða annað rafknúið ökutæki er ekki ólíklegt að innan fárra ára verðum við flest með eitthvað „grænt í gangi“ og það eru góðar fréttir. Ekki eingöngu vegna sjálfbærnisjónarmiða heldur einnig fjárhagslegra. Við hjá Ergo viljum hvetja fólk til að taka þessa spennandi fararskjóta í notkun með því að bjóða græna fjármögnun vegna fjármögnunar á vistvænum bifreiðum, rafmagnshjólum og hleðslustöðvum á hagkvæmum kjörum. Við viljum auka hlutdeild grænnar fjármögnunar í lánasafni okkar og leggja þar með okkar að mörkum við að færast nær þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það er mat okkar að hagkvæm fjármögnun á vistvænum bifreiðum og rafmagnshjólum falli vel að þeirri stefnu Íslandsbanka að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Það væri ánægjulegt ef okkur Íslendingum bæri gæfa til þess að vera sjálfum okkur næg um orkuna í farartækjunum okkar og hefðum á sama tíma jákvæð áhrif á umhverfið. Fjölbreyttari kostir við fjármögnun umhverfisvænna farartækja og hagstæðari lánakjör hjálpa okkur vonandi við að stíga eitt skref til viðbótar í þá átt. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vistvænir bílar Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa bílaframleiðendur markvisst aukið framleiðslu á umhverfisvænni farartækjum og í dag er úrval rafmagns-, hybrid- og tengiltvinnbíla allt annað og meira en það var. Samhliða þessari hröðu þróun hefur fjöldi annarra umhverfisvænna farartækja sprottið fram og kolefnisspor bensín- og díselvéla minnkað. Fjölgun hleðslustöðva við heimili og vinnustaði er góð vísbending um hve hratt við Íslendingar höfum tileinkað okkur þessa nýju tækni. Hvort sem farartækið er rafmagnsbíll, rafmagnshjól, rafmagnshlaupahjól, tengiltvinnbíll eða annað rafknúið ökutæki er ekki ólíklegt að innan fárra ára verðum við flest með eitthvað „grænt í gangi“ og það eru góðar fréttir. Ekki eingöngu vegna sjálfbærnisjónarmiða heldur einnig fjárhagslegra. Við hjá Ergo viljum hvetja fólk til að taka þessa spennandi fararskjóta í notkun með því að bjóða græna fjármögnun vegna fjármögnunar á vistvænum bifreiðum, rafmagnshjólum og hleðslustöðvum á hagkvæmum kjörum. Við viljum auka hlutdeild grænnar fjármögnunar í lánasafni okkar og leggja þar með okkar að mörkum við að færast nær þeim markmiðum sem við höfum sett okkur í loftlagsmálum. Það er mat okkar að hagkvæm fjármögnun á vistvænum bifreiðum og rafmagnshjólum falli vel að þeirri stefnu Íslandsbanka að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Það væri ánægjulegt ef okkur Íslendingum bæri gæfa til þess að vera sjálfum okkur næg um orkuna í farartækjunum okkar og hefðum á sama tíma jákvæð áhrif á umhverfið. Fjölbreyttari kostir við fjármögnun umhverfisvænna farartækja og hagstæðari lánakjör hjálpa okkur vonandi við að stíga eitt skref til viðbótar í þá átt. Höfundur er framkvæmdastjóri Ergo.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar