Tálgar fugla og rúntar um á rafmagnshlaupahjóli sínu 80 ára gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. júní 2020 21:44 „Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
„Ég hætti ekkert að tálga fugla á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi“, segir Úlfar Sveinbjörnsson, áttræður útskurðarmeistari, sem skera út fugla úr íslensku birki alla daga á Selfossi. Þegar hann er ekki að skera út skellir hann sér á rafmagnshlaupahjólið sitt. Úlli eins og hann er alltaf kallaður er með aðstöðu heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann tálgar fugla alla daga vikunnar. Úlli lætur fara vel um sig á útskurðastólnum í bílskúrnum en þar situr hann nokkra klukkutíma á dag og sker út fugla með útskurðahnífnum sínum. Fuglar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá Úlla en hann byrjaði þó ekki að fikta við að skera þá út fyrr en hann flutti á Selfoss 1998. Nokkrir af fuglum Ulla, sem hann hefur tálgað.Vísir/Magnús Hlynur „Já, já, það er gott að sitja við þetta og láta tímann líða. Ég er búin að tálga alla íslensku fuglana, sem eru á milli sjötíu og áttatíu, nema endurnar, ég hef ekki tálgað þær“, segir Úlli. Úlli segist hafa tálgað lang mest af lóu, spóa, hrossagauk, kríu og Jaðrakan, þetta séu allt fuglar sem fólk vilji eiga uppi á hillu hjá sér. En hvaða fugl er í mestu uppáhaldi hjá honum að tálga? „Skarfurinn er eiginlega mitt uppáhald, hann er flottur. Svo þegar ég er búin að tálga þá fara fuglarnir inn í örbylgjuofn hjá mér og eru þar í eina til tvær mínútur. Þar fullþorna þeira og breyta sér ekkert eftir það“, segir Úlli. Úlli starfaði í 25 ár sem hljóðupptökumaður á Alþingi þar sem hann tók upp allar ræður þingmanna. Hann segir að ræðurnar hafi verið misskemmtilegar en skemmtilegustu ræðumennirnir hafi verið Davíð Oddsson, Guðni Ágústsson og Ólafur Þ. Þórðarson. En hvað ætlar Úlli að halda lengi áfram að skera út fugla? „Ég hætti ekkert í þessu, ég held bara áfram á meðan maður vaknar á morgnanna brosandi, það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að gera“. Þegar Úlli hvílir sig á fuglunum skreppur hann á rúntinn á rafmagnshlaupahjólinu sínu. Hann er orðinn ansi flinkur á því en hann harðneitar að nota hjálm, segir það óþægilegt og ekki fyrir gamla karla en auðvitað ætti hann að vera með hjálm en það getur stundum verið erfitt að segja gömlum hundi að sitja. Úlla þykir mjög gaman að fara um á rafmagnshlaupahjólinu sínu þó að hann harðneiti að nota hjálm.Vísir/Magnús Hlynur
Árborg Föndur Rafhlaupahjól Eldri borgarar Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent