Innlent

Sprengisandur: Opnun landsins, hæfi ráðherra og þjóðernispopúlismi til umræðu

Atli Ísleifsson skrifar
Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Landið verður opnað á morgun.
Skimunarbásarnir á Keflavíkurflugvelli. Landið verður opnað á morgun. Vísir/Einar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir verður fyrsti gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgunni sem hefst klukkan 10. Rætt verður um opnun landsins á morgun, spurt hvort að allt verði klárt og hvort að áhættan sem fylgi sé eðlileg og viðunandi.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér.

Siguður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ, ætlar að velta því fyrir sér hvort yfirhöfuð sé nokkur skynsemi í því að lífeyrissjóðirnir setji meira fé í Icelandair vegna óviðunandi áhættu.

Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor og góðvinur þáttarins, fjallar um nýútkomna bók sína þar sem hann rennir saman popúlísma og þjóðernishyggja síðustu áratuga í eina heild – stefnur sem margir gjalda varhug við en verða æ fyrirferðarmeiri á Vesturlöndum.

Í lok þáttar mæta þingkonurnar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Bryndís Haraldsdóttir og fjalla um vald og meðferð þess. Spurt er hvort það hafi verið rétt af meirihluta eftirlits og stjórnskipunarnefndar að binda endi á rannsókn nefndarinnar á hæfi sjávarútvegsráðherra í málum sem tengjast Samherja. Er það rétt af fjármálaráðherranum að beita neitunarvaldi gegn Þorvaldi Gylfasyni við ráðningu í stöðu ritstjóra norræns fagtímarits um hagfræði?

Þátturinn hefst klukkan að lokum fréttum á Bylgjunni klukkan 10. Hægt er að hlusta á þáttinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×