„Best að hlaupa með mömmu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júní 2020 21:00 Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza. Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Kvennahlaupið fór fram á sjötíu stöðum á landinu í dag og segja mæðgur sem tóku þátt í hlaupinu samveruna vera hápunkt dagsins. Kvennahlaupið fór fram í 31 sinn í dag en með örlítið breyttu sniði vegna kórónuveirufaraldurs „Við hólfaskiptum svæðinu og allir fóru samviskusamlega eftir því. Við erum mjög þakklát fyrir það, greinilega þá kunna allir þetta upp á tíu enda þurfti ekkert að hafa fyrir þessu,“ sagði Hrönn Guðmundsdóttir, hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. „Það var hér klukkan ellefu sem hlauparar spruttu úr spori í sól og blíðu. Það var ekki aðeins hlupið frá Garðabæ heldur einnig 69 öðrum stöðum á landinu.“ Frá kvennahlaupinu á Garðatorgi í dag.HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þessar mæðgur tóku þátt í nítjánda sinn í dag. „Við gengum. En við hlaupum alltaf í mark samt,“ sögðu mæðgurnar Eva og Gerd Skarpaas. Samveran sé stór partur af hlaupinu. „Mér finnst best að vera með mömmu, ég hleyp mikið sjálf en þetta geri ég alltaf með mömmu,“ sagði Eva. Forsetafrúin Eliza Reid fór fimm kílómetra. „Þetta er gaman, góð tónlist og gott veður, mikil stemning hér. Mjög skemmtilegt,“ sagði forsetafrúin Eliza Reid. Hvað ætlar þú að gera í tilefni dagsins til að verðlauna þig? „Við ætlum að keyra til Akureyrar bara núna. Ég vona að Guðni sé búinn að setja allt dótið og börnin í bílinn. Ég næ að skipta um föt en kannski stoppum við og fáum okkur ís á leiðinni, mér finnst það alveg við hæfi,“ sagði Eliza.
Hlaup Heilsa Garðabær Tengdar fréttir Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Engar medalíur í Kvennahlaupinu í ár Kvennahlaup Sjóvá hófst klukkan ellefu í morgun á sjötíu stöðum á landinu. Í samræmi við nýja umhverfisstefnu verða ekki veittir verðlaunapeningar að hlaupi loknu. 13. júní 2020 12:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði