Lífið

Kári Stefáns gat aldrei talað um kvíðann við neinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kári fer greinilega um víðan völl í viðtalinu.
Kári fer greinilega um víðan völl í viðtalinu.

„Ég get sagt þér það að ég ber enga virðingu fyrir aumingjaskap,“ segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali við Sölva Tryggvason í nýjum Podcast þætti sem hann er að byrja með.

„Það er ekkert ljóðskáld í sögunni sem ég hef meiri fyrirlitningu á heldur enn Steinn Steinar því hann var alltaf að væla, öllum stundum.“

Kári fór því næst með ljóð eftir Stein. Í viðtalinu fer Kári yfir það að hann hafi glímt við kvíða rétt rúmlega tvítugur og aldrei geta talað um það við neinn.

Klippa: Kári Stefán gat aldrei talað um kvíðann við neinn

„Kvíðinn er hluti af okkur og ég er ekki alveg viss um að við myndum fúnkera sérstaklega vel ef við hefðum engan kvíða. Úr þessu verður kvíðaröskun ef maður tapar algjörlega stjórn á þessu og þá getur þetta orðið ævintýrilega erfitt að takast á við þetta. Þegar ég var rúmlega tvítugur þá var ég svolítið kvíðinn og fór í gegnum tímabil þar sem það hefði gagnast mér að geta talað um það. Þá hvarflaði það ekki að nokkrum manni að tala um að hann væri kvíðinn, ekki nema maður væri stúlkubarn milli sjö og átta ára. Það bara mátti ekki gera það, þetta var svo asnalegt.“

Hér að neðan má brot úr viðtali Sölva við Kára og þar fyrir neðan má sjá viðtalið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×