Íslenski boltinn

FH styrkir sig degi fyrir mót

Anton Ingi Leifsson skrifar
Madison Gonzalez er á leið til Íslands til þess að spila með FH.
Madison Gonzalez er á leið til Íslands til þess að spila með FH. mynd/fh

FH hefur styrkt lið sitt fyrir komandi leiktíð í Pepsi Max-deild kvenna en framherjinn Madison Gonzalez hefur skrifað undir samning við félagið.

Gonzalez er 23 ára framherji en hún kemur úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum. Þetta er hennar fyrsti atvinnumannasamningur.

Madison lék síðast með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu en í tilkynningu frá FH segir að hún muni styrkja FH-liðið í sumar sem er nýliði í Pepsi Max-deild kvenna.

FH hefur leik gegn silfurliðinu frá því á síðustu leiktíð, Breiðablik, en liðin mætast á Kópavogsvelli klukkan 13.00 á morgun. Leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×