Kláraði og vann sjöþraut fótbrotin: Helvíti en ég fór þetta á þrjóskunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2020 10:30 María Rún Gunnlaugsdóttir sagði söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra og hvað hún þurfti þá að ganga í gegnum. Skjámynd/Fésbókin Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Fjölþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir er stjarna nýjasta þáttarins „Á æfingu“ hjá Frjálsíþróttasamband Íslands en þar fór hún yfir það hvernig hún æfir en einnig sinn feril og þar á meðal stærstu stundirnar á frjálsíþróttaferlinum. María Rún Gunnlaugsdóttir sagði meðal annars söguna af því þegar hún vann sjöþrautina á danska meistaramótinu í fyrra. María Rún var spurð út í eftirminnilegasta afrekið á ferlinum. „Það er ábyggilega bara besta þrautin mín sem ég náði í fyrra í Evrópubikarnum á Madeira þar sem ég lenti í þriðja sæti. Það gekk ekki alveg allt upp þar en það var samt bæting,“ sagði María Rún Gunnlaugsdóttir. Skjámynd/Fésbókin „Það er reyndar líka seinasta mótið mitt í fyrra þegar ég fór á danska meistaramótið í frjálsum og vann það,“ sagði María Rún en það var langt frá því að vera öll sagan af þessu móti. „Daginn áður en ég fór út þá var ég byrjuð að finna fyrir einhverju í fætinum en ég hálf hunsaði það. Síðan fór ég í gegnum fyrri daginn og það gekk allt í lagi. Ég fann alltaf smá fyrir en eftir fyrri daginn þá var ég að drepast í fætinum,“ sagði María Rún en hún hætti ekki keppni heldur harkaði af sér. Skilur ekki hvernig hún komst í gegnum þrautina „Ég ætlaði bara að koma mér í gegnum þetta af því að ég sá að ég átti möguleika á því að vinna. Ég skil samt ekki alveg, svona eftir á, hvernig ég komst í gegnum þetta því ég var að drepast. Seinni dagurinn er langstökk, spjótkast og 800 metra hlaup og þetta var stökkfóturinn,“ sagði María Rún. „Ég var alltaf með það á bak við eyrað hvort þetta væri brot eða eitthvað en ég vissi það ekkert. Það var ekki góður árangur hjá mér á þessum seinni degi en ég komst í gegnum þetta,“ sagði María Rún. María Rún keppti sem gestur á danska meistaramótinu í fjölþrautum og varð efst keppenda með 5285 stig. Sú sem varð á eftir henni og danskur meistari hlaut 5151 stig. Skjámynd/Fésbókin „800 metra hlaupið var eiginlega bara helvíti. Það tók svo langan tíma og þetta var svo vont í hverju einasta skrefi. Ég gat ekki hitað upp eða neitt. Þetta var mjög vont fyrstu 400 metrana en svo var þetta byrjað að dofna síðustu 300 metrana,“ sagði María Rún og eftir mótið kom alvarleiki meiðslanna í ljós. Gat ekki stigið í fótinn á eftir „Ég gat ekki stigið í fótinn og fór í myndatöku. Þá kom bara í ljós að ég var brotin en ég náði einhvern veginn að komast í gegnum þetta á þrjóskunni. Ég veit ekki hversu gott eða slæmt það er. Þetta var aðallega vegna þess að ég sá að ég gat unnið þetta og þess vegna reyndi ég að koma mér í gegnum þetta. Ég mun ekki gleyma því móti,“ sagði María Rún. María sigraði í hástökki og 200 metra hlaupi. Í hástökkinu stökk hún yfir 1,70 metra og í 200 metra hlaupinu kom hún í mark á 25,97 sekúndum. Hún varð svo í öðru sæti í þremur greinum. 100 metra grindahlaupið hljóp hún á 14,38 sekúndum, í spjótkasti kastaði hún 40,89 metra og í 800 metra hlaupi var tími hennar 2:25,03 mínútur. Í langstökki varð hún fjórða með 5,45 metra stökk og sjötta í kúluvarpi með 10,76 metra. María Rún Gunnlaugsdóttir fór síðan yfir framhaldið hjá sér í sumar en hún ætlar að keppa á mótunum sem eru hér heima og vonast síðan til að komast út til að keppa í einni þraut á Norðurlöndunum í haust. Það má sjá allan þáttinn um Maríu Rún hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti