Hrun á Wall Steet eftir svartar kórónuveirutölur Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2020 22:45 Kórónuveiran heldur áfram að hafa mikil áhrif á efnahag heimsins. Svartsýnari tölur um þróun faraldursins í Bandaríkjunum virðast hafa skekið fjárfesta á Wall Street. AP/Mark Lennihan Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Verð á hlutabréfum á Wall Street hrundi meira en það hefur gert frá upphafsdögum kórónuveirufaraldursins um miðjan mars eftir að nýjum smitum fjölgaði á nýjan leik vestanhafs í dag. Seðlabanki Bandaríkjanna varaði við því í gær að efnahagsbati eftir dýpstu niðursveiflu í áratugi yrði hægur. Dow Jones-vísitalan lækkaði um meira en 1.800 stig í dag og S&P500-vísitalan um 5,9%. Slíkt verðhrun hefur ekki átt sér stað frá um miðjan mars þegar viðskipti voru ítrekað stöðvuð í kauphöllinni. Þrátt fyrir tugi þúsunda dauðsfalla og mestu efnahagsþrengingar í áratugi höfðu hlutabréfamarkaðir náð sér nær algerlega undanfarnar vikur. AP-fréttastofan segir að sérfræðingar hafi talið að viðsnúningurinn frá því í mars hafi verið ýktur og endurspeglaði ekki alvarlegt efnahagsástandið. Nýjum kórónuveirusmitum fjölgar nú í tæpum helmingi ríkja Bandaríkjanna. Sú þróun er að hluta til rakin til þess að ríki eru byrjuð að slaka á takmörkunum sem var komið á vegna faraldursins. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því í dag að Bandaríkin gætu ekki látið faraldurinn stöðva hjól efnahagslífsins aftur. Hann sé tilbúinn að biðja þingið um meiri fjármuni til að örva efnahagslífið en frekari fjárútlátum yrði beint að þeim geirum sem væru í mestu kröggunum, þar á meðal til veitingastaða, hótela, ferðaþjónustu- og afþreyingarfyrirtækja, að sögn Reuters.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33