Erlent

Leggja til að ytri landamærin verði opnuð 1. júlí

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælti í dag með því að innri landamæri ESB og Schengen-svæðisins verði opnuð í næstu viku og þau ytri um mánaðamótin.

Evrópuríki eru nú að slaka á þeim ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar. Ylva Johansson, innanríkismálastjóri ESB, sagði í dag að einhverjar takmarkanir þyrftu þó að vera í gildi áfram.

„Það er ekki enn hægt að aflétta öllum takmörkunum á ytri landamærunum. En það fer að koma að því að við gerum það í skrefum, frá og með 1. júlí,“ sagði Johansson.

En hvernig lítur sumarið þá út fyrir Íslendinga? Samkvæmt samantekt Euronews verður opnað fyrir ferðir til meðal annars Danmerkur, Belgíu og Þýskalands í næstu viku. Spánverjar ætla svo að hleypa inn í landið þann 1. júlí. 

Nú þegar eru landamæri til að mynda Ítalíu, Hollands og Svíþjóðar opin. Hafa ber í huga að áform ríkja um að slaka á takmörkunum breytast nú hratt og mismunandi reglur eru í gildi um hvort og þá hversu lengi ferðamenn þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×