Kalla eftir því að blaðamaður verði fangelsaður fyrir að fjalla um spillingarmál Netanyahu Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2020 15:30 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AP/Menahem Kahana Yfirlýsing Líkúd, flokks Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um að blaðamaður sem fjallað hefur um spillingarmálið gegn forsætisráðherranum ætti með réttu að vera í fangelsi hefur verið gagnrýnd af Benny Gantz, varnarmálaráðherra og leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, og öðrum meðlimum nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu. Gantz og aðrir ráðherrar hafa sagt yfirlýsinguna ekki í samræmi við að Ísrael væri lýðræðisríki og að það væri starf blaðamanna að veita ráðandi öflum aðhald, samkvæmt frétt Times of Israel. Channel 13 sýndi í gær þátt þar sem blaðamaðurinn Raviv Drucker fór yfir eitt af spillingarmálunum sem beinast gegn Netanyahu. Þetta tiltekna mál, sem er nú fyrir dómstólum, kallast „mál 4000“. Það er alvarlegasta málið sem beinist gegn Netanyahu og er hann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Í réttmætum heimi væri Raviv Drucker í fangelsi í dag fyrir að birta glæpsamlega leka og að hindra réttarhöld,“ stóð í yfirlýsingunni. Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. Henni fylgdi mynd af Drucker með Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og Ofer Shelah, sem er einnig í stjórnarandstöðunni. Báðir voru þeir á árum áður blaðamenn. בשל מדיניות סתימת הפיות של חדשות 13, במסגרתה הערוץ לא פונה לקבלת תגובות מהליכוד ומסרב לשדר אותן, שלח הליכוד את תגובתו בסרטון שהוצג בסלולר וברשתות החברתיות כשהוא מטרגט את הגולשים שצפו בתוכנית ״המקור״.צפו בתגובה שלא תראו בפייק 13: pic.twitter.com/AG68N3XMpf— הליכוד (@Likud_Party) June 10, 2020 Þar er því haldið fram að það að Drucker sé ekki í fangelsi sé til marks um það hvernig allt kerfið sé gegn Netanyahu, sem hefur verið forsætisráðherra í rúman áratug. Fjölmiðlar eru einnig sakaðir um að fara fram gegn forsætisráðherranum. Yair Lapid var í Bláhvíta bandalaginu en sleit sig frá því þegar Gantz gekk til liðs við Netanyahu. Hann tjáði sig um yfirlýsingu Líkúd og gagnrýndi hana harðlega. „Í hvers konar ríkisstjórn hótar forsætisráðherra að senda blaðamann í fangelsi? Skipuleggjum okkur, hlutverk Raviv Drucker er að ráðast á ríkisstjórnina og hlutverk ríkisstjórnarinnar er að verja Raviv Drucker við störf hans,“ sagði Lapid. באיזה משטרים ראש ממשלה מאיים לשלוח עיתונאים לכלא? בואו נעשה סדר, תפקידו של רביב דרוקר לתקוף את השלטון, תפקידו של השלטון להגן על רביב דרוקר בזמן שהוא עושה את עבודתו.— יאיר לפיד - Yair Lapid (@yairlapid) June 11, 2020 Ísrael Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Yfirlýsing Líkúd, flokks Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, um að blaðamaður sem fjallað hefur um spillingarmálið gegn forsætisráðherranum ætti með réttu að vera í fangelsi hefur verið gagnrýnd af Benny Gantz, varnarmálaráðherra og leiðtogi Bláhvíta bandalagsins, og öðrum meðlimum nýrrar ríkisstjórnar Netanyahu. Gantz og aðrir ráðherrar hafa sagt yfirlýsinguna ekki í samræmi við að Ísrael væri lýðræðisríki og að það væri starf blaðamanna að veita ráðandi öflum aðhald, samkvæmt frétt Times of Israel. Channel 13 sýndi í gær þátt þar sem blaðamaðurinn Raviv Drucker fór yfir eitt af spillingarmálunum sem beinast gegn Netanyahu. Þetta tiltekna mál, sem er nú fyrir dómstólum, kallast „mál 4000“. Það er alvarlegasta málið sem beinist gegn Netanyahu og er hann sakaður um mútur, svik og að brjóta traust almennings með því að hafa komið reglugerð í gegnum þingið sem hagnaðist Shaul Elovitch, stærsta eiganda samskiptafélagsins Bezeq telecommunications group. Í staðinn áttu starfsmenn fjölmiðils félagsins að vera jákvæðari í garð Netanyahu. Sjá einnig: Netanyahu verður ákærður fyrir spillingu „Í réttmætum heimi væri Raviv Drucker í fangelsi í dag fyrir að birta glæpsamlega leka og að hindra réttarhöld,“ stóð í yfirlýsingunni. Umrædd yfirlýsing Líkúd flokksins var birt á Twitter í gærkvöldi og deildi Netanyahu henni. Henni fylgdi mynd af Drucker með Yair Lapid, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, og Ofer Shelah, sem er einnig í stjórnarandstöðunni. Báðir voru þeir á árum áður blaðamenn. בשל מדיניות סתימת הפיות של חדשות 13, במסגרתה הערוץ לא פונה לקבלת תגובות מהליכוד ומסרב לשדר אותן, שלח הליכוד את תגובתו בסרטון שהוצג בסלולר וברשתות החברתיות כשהוא מטרגט את הגולשים שצפו בתוכנית ״המקור״.צפו בתגובה שלא תראו בפייק 13: pic.twitter.com/AG68N3XMpf— הליכוד (@Likud_Party) June 10, 2020 Þar er því haldið fram að það að Drucker sé ekki í fangelsi sé til marks um það hvernig allt kerfið sé gegn Netanyahu, sem hefur verið forsætisráðherra í rúman áratug. Fjölmiðlar eru einnig sakaðir um að fara fram gegn forsætisráðherranum. Yair Lapid var í Bláhvíta bandalaginu en sleit sig frá því þegar Gantz gekk til liðs við Netanyahu. Hann tjáði sig um yfirlýsingu Líkúd og gagnrýndi hana harðlega. „Í hvers konar ríkisstjórn hótar forsætisráðherra að senda blaðamann í fangelsi? Skipuleggjum okkur, hlutverk Raviv Drucker er að ráðast á ríkisstjórnina og hlutverk ríkisstjórnarinnar er að verja Raviv Drucker við störf hans,“ sagði Lapid. באיזה משטרים ראש ממשלה מאיים לשלוח עיתונאים לכלא? בואו נעשה סדר, תפקידו של רביב דרוקר לתקוף את השלטון, תפקידו של השלטון להגן על רביב דרוקר בזמן שהוא עושה את עבודתו.— יאיר לפיד - Yair Lapid (@yairlapid) June 11, 2020
Ísrael Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira