2 dagar í Pepsi Max: Eignaðist framtíðarlandsliðsmann og varð Íslandsmeistari á sama sólarhring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2020 12:15 Tryggvi Hrafn Haraldsson fæddist á sama sólarhring og faðir hans, Haraldur Ingólfsson, varð Íslandsmeistari fimmta árið í röð með Skagamönnum. Vísir/Daníel Þór Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 2 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Hrafn Haraldsson er fæddur 30. september 1996 en daginn áður tryggðu Skagamenn sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn og fór sá leikur upp á Akranesi. Haraldur Ingólfsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á forsíðu DV Sport en stóra myndin ef af Ólafi Þórðarsyni fyrirliða liðsins með bikarinn.Skjámynd af timarit.is Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var lykilmaður í Skagaliðinu og í þessum leik á móti KR þá lagði hann upp fyrsta markið fyrir Ólaf Adolfsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Haraldur var með 9 mörk og 11 stoðsendingar í 18 leikjum á þessu tímabili. „Ég er í skýjunum. Síðasti sólarhringur hefur veitt mér mikla hamingju, það hálfa væri nóg," sagði Haraldur Ingólfsson í viðtali við Morgunblaðið, eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns í gær. Þar kom fram að strákurinn var tæpar sextán merkur og 54 sm en hann var annað barn Haraldar og Jónínu Víglundsdóttur, eiginkonu hans. Þá vissu menn ekki að þarna var á ferðinni framtíðarlandsliðsmaður og lykilmaður í Skagaliðinu alveg eins og bæði faðir sinn og móðir sín. Haraldur náði því að verða Íslandsmeistari fimm sinnum á ferlinum (1992-1996) og Jónína Víglundsdóttir varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum (1984, 1985 og 1987). Alla titlana unnu þau með ÍA. Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sína fyrstu leiki með ÍA í efstu deild sumarið 2015 en er nú kominn með 13 mörk og 10 stoðsendingar í 55 leikjum í efstu deild fyrir Skagamenn. Hann á enn heilmikið í land að ná foreldrum sínum. Haraldur Ingólfsson skoraði 59 mörk í 189 leikjum í efstu deild fyrir ÍA og móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, var með 40 mörk í 134 leikjum fyrir ÍA í efstu deild. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 2 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tryggvi Hrafn Haraldsson er fæddur 30. september 1996 en daginn áður tryggðu Skagamenn sér fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð með 4-1 sigri á KR í hreinum úrslitaleik um titilinn og fór sá leikur upp á Akranesi. Haraldur Ingólfsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum á forsíðu DV Sport en stóra myndin ef af Ólafi Þórðarsyni fyrirliða liðsins með bikarinn.Skjámynd af timarit.is Faðir hans, Haraldur Ingólfsson, var lykilmaður í Skagaliðinu og í þessum leik á móti KR þá lagði hann upp fyrsta markið fyrir Ólaf Adolfsson og skoraði síðan annað markið sjálfur. Haraldur var með 9 mörk og 11 stoðsendingar í 18 leikjum á þessu tímabili. „Ég er í skýjunum. Síðasti sólarhringur hefur veitt mér mikla hamingju, það hálfa væri nóg," sagði Haraldur Ingólfsson í viðtali við Morgunblaðið, eftir að hafa verið viðstaddur fæðingu sonar síns í gær. Þar kom fram að strákurinn var tæpar sextán merkur og 54 sm en hann var annað barn Haraldar og Jónínu Víglundsdóttur, eiginkonu hans. Þá vissu menn ekki að þarna var á ferðinni framtíðarlandsliðsmaður og lykilmaður í Skagaliðinu alveg eins og bæði faðir sinn og móðir sín. Haraldur náði því að verða Íslandsmeistari fimm sinnum á ferlinum (1992-1996) og Jónína Víglundsdóttir varð Íslandsmeistari þrisvar sinnum (1984, 1985 og 1987). Alla titlana unnu þau með ÍA. Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sína fyrstu leiki með ÍA í efstu deild sumarið 2015 en er nú kominn með 13 mörk og 10 stoðsendingar í 55 leikjum í efstu deild fyrir Skagamenn. Hann á enn heilmikið í land að ná foreldrum sínum. Haraldur Ingólfsson skoraði 59 mörk í 189 leikjum í efstu deild fyrir ÍA og móðir hans, Jónína Víglundsdóttir, var með 40 mörk í 134 leikjum fyrir ÍA í efstu deild.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann