Íslenskum lögreglumönnum kennt að setja aldrei þrýsting á háls við handtöku Atli Ísleifsson skrifar 11. júní 2020 07:39 Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. Vísir/Vilhelm Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru. Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Íslenskir lögreglumenn hvorki beita þeim aðferðum við handtöku sem beitt var gegn George Floyd í Minnesota í Bandaríkjunum, né eru þeim kenndar slíkar aðferðir í þjálfun eða námi hér á landi. Þetta kemur fram í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu um hvernig embættið líti á handtökuaðferðir bandaríska lögreglumannsins sem hélt Floyd niðri í tæpar níu mínútur með því að beita hnénu að hálsi, og hvað íslenskum lögreglunemum sé kennt um hvaða aðferðum skuli beitt við handtökur. „Þvert á móti er brýnt fyrir íslenskum lögreglumönnum að gæta sérstaklega að viðkvæmum svæðum ef grípa þarf til valdbeitingarúrræða. Eitt af því sem kennt er í þjálfun lögreglumanna er að setja aldrei þrýsting á háls eða öndunarveg fólks,“ segir í svari embættisins. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð eða aðild að morði. Skjáskot úr myndbandi af umræddri handtöku á George Floyd í Minneapolis í síðasta mánuði. Floyd lést vegna köfnunar. Gæti vel að því hvar þeir setja þungann á viðkomandi Í svari embættis ríkislögreglustjóra segir að í þjálfun lögreglumanna hér á landi sé kennt að þegar handjárna þurfi einstakling sem liggi á maganum verði að gæta vel að því hvar þeir setji þungann á viðkomandi. „Lögreglumönnum er kennt að styðja sig með hægri eða vinstri hönd, setja svo hné yfir herðablað og mitt bak. Snúa á hnjám 45 gráður út frá höfði, þannig að hné komi aldrei nálægt hálsi þess handtekna. Alls ekki skal setja hné á háls, hnakka eða höfuð á liggjandi manneskju og passa að setja ekki allan þunga á bak viðkomandi heldur standa í tábergið svo hægt sé að stýra þunganum betur. Þessi aðferð hefur verið kennd öllum lögreglunemum sem farið hafa í gegnum námið hér á landi síðustu áratugi. Það hefur ávallt verið sérstök áhersla lögð á að þjálfa fólk í réttri notkun þessara líkamlegu valdbeitingaraðferða og ennfremur að þeim skuli beitt sparlega,“ segir í svarinu. Útför George Floyd var gerð frá Houston í Bandaríkjunum í gær.Getty Festa hinn handtekna í læsta hliðarlegu Áfram segir að þegar einstaklingurinn sé kominn í handjárn, liggjandi á maganum, þá skuli snúa honum á hliðina til þess að auðvelda öndun, festa hann í læsta hliðarlegu og undirbúa til flutnings í lögreglubíl eða á öruggan stað. „Lögreglunemum og lögreglumönnum er einnig kennt að fylgjast með andardrætti og líðan þess sem verið er að handtaka og gæta þess að handtakan valdi sem minnstum óþægindum.“ Áréttað er að valdbeiting lögreglu er ávallt neyðarúrræði. „Valdbeitingu við handtökur er einungis beitt þegar tryggja þarf öryggi lögreglufólks eða almennra borgara. Þá skal stig valdbeitingar vera í samræmi við aðstæður hverju sinni, líkt og fram kemur í lögum.“ Ennfremur er tekið fram í svarinu að aldrei skuli umbera ofbeldi eða kynþáttahatur, hverjar sem birtingarmyndir þess eru.
Lögreglan Dauði George Floyd Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira