Innlent

Breyta um lit á sjúkrabílum

Samúel Karl Ólason skrifar
Útlit nýju sjúkrabílanna er öðruvísi en Íslendingar eru vanir.
Útlit nýju sjúkrabílanna er öðruvísi en Íslendingar eru vanir. Rauði krossinn

25 nýir sjúkrabílar munu sjást á götum landsins síðar í sumar. Þeir verða ekki eins og Íslendingar eru vanir sjúkrabílum heldur verða þeir gulir og grænir og mun það kallast Battenburg merking. Henni er ætlað að auka sýnileika bílanna frekar.

Rauði krossinn á Íslandi birti myndir af bílunum þar sem þeir eru í framleiðslu í Þýskalandi á Facebook í dag.

Í júlí í fyrra gengu Sjúkratryggingar Íslands og Rauði Krossinn frá samkomulagi sem gerir ráð fyrir að endurnýjaðar verði 68 bifreiðar fyrir árslok 2022 en í heild eru í notkun rúmlega 80 sjúkrabílar á landinu öllu.

Þá höfðu Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi staðið í miklum viðræðum um kaup og rekstur sjúkrabíla.Heilbrigðisráðuneytið ætlaði að taka yfir rekstur sjúkrabílaflotans á íslandi. Deilur um sjúkrabílasjóð leiddu til tafa á endurnýjun flotans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×