Heiðra minningu George Floyd á fyrsta PGA-mótinu eftir hléið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2020 13:30 Charles Schwab Challenge hefur verið haldið síðan 1946. getty/Tom Pennington Einnar mínútu þögn verður á hverjum keppnisdegi á Charles Schwab Challenge mótinu í Texas sem hefst á morgun. Þetta er fyrsta mótið á PGA-mótaröðinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er gert til að heiðra minningu George Floyd sem lést þegar Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, myrti hann í Minneapolis 25. maí. Mikil mótmæli brutust út í Bandaríkjunum og víðar í kjölfar morðsins á Floyd. Hlé verður gert á öllum fjórum keppnisdögunum á Charles Schwab Challenge í eina mínútu til minningar um Floyd. Hléið verður alltaf gert á sama tíma, klukkan 08:46 því Chauvin var með hné sitt á hálsi Floyds í átta mínútur og 46 sekúndur. PGA vill með þessu sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttafordómum og hvers kyns óréttlæti. pic.twitter.com/WNUrcE7x4m— PGA TOUR (@PGATOUR) June 9, 2020 Flestir af bestu kylfingum heims verða með á Fort Worth í Texas, þ.á.m. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans sem tekur þátt á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Justin Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn. Golf Dauði George Floyd Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Einnar mínútu þögn verður á hverjum keppnisdegi á Charles Schwab Challenge mótinu í Texas sem hefst á morgun. Þetta er fyrsta mótið á PGA-mótaröðinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er gert til að heiðra minningu George Floyd sem lést þegar Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, myrti hann í Minneapolis 25. maí. Mikil mótmæli brutust út í Bandaríkjunum og víðar í kjölfar morðsins á Floyd. Hlé verður gert á öllum fjórum keppnisdögunum á Charles Schwab Challenge í eina mínútu til minningar um Floyd. Hléið verður alltaf gert á sama tíma, klukkan 08:46 því Chauvin var með hné sitt á hálsi Floyds í átta mínútur og 46 sekúndur. PGA vill með þessu sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttafordómum og hvers kyns óréttlæti. pic.twitter.com/WNUrcE7x4m— PGA TOUR (@PGATOUR) June 9, 2020 Flestir af bestu kylfingum heims verða með á Fort Worth í Texas, þ.á.m. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans sem tekur þátt á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Justin Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn.
Golf Dauði George Floyd Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira