Heiðra minningu George Floyd á fyrsta PGA-mótinu eftir hléið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2020 13:30 Charles Schwab Challenge hefur verið haldið síðan 1946. getty/Tom Pennington Einnar mínútu þögn verður á hverjum keppnisdegi á Charles Schwab Challenge mótinu í Texas sem hefst á morgun. Þetta er fyrsta mótið á PGA-mótaröðinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er gert til að heiðra minningu George Floyd sem lést þegar Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, myrti hann í Minneapolis 25. maí. Mikil mótmæli brutust út í Bandaríkjunum og víðar í kjölfar morðsins á Floyd. Hlé verður gert á öllum fjórum keppnisdögunum á Charles Schwab Challenge í eina mínútu til minningar um Floyd. Hléið verður alltaf gert á sama tíma, klukkan 08:46 því Chauvin var með hné sitt á hálsi Floyds í átta mínútur og 46 sekúndur. PGA vill með þessu sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttafordómum og hvers kyns óréttlæti. pic.twitter.com/WNUrcE7x4m— PGA TOUR (@PGATOUR) June 9, 2020 Flestir af bestu kylfingum heims verða með á Fort Worth í Texas, þ.á.m. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans sem tekur þátt á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Justin Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn. Golf Dauði George Floyd Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Einnar mínútu þögn verður á hverjum keppnisdegi á Charles Schwab Challenge mótinu í Texas sem hefst á morgun. Þetta er fyrsta mótið á PGA-mótaröðinni eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er gert til að heiðra minningu George Floyd sem lést þegar Derek Chauvin, hvítur lögreglumaður, myrti hann í Minneapolis 25. maí. Mikil mótmæli brutust út í Bandaríkjunum og víðar í kjölfar morðsins á Floyd. Hlé verður gert á öllum fjórum keppnisdögunum á Charles Schwab Challenge í eina mínútu til minningar um Floyd. Hléið verður alltaf gert á sama tíma, klukkan 08:46 því Chauvin var með hné sitt á hálsi Floyds í átta mínútur og 46 sekúndur. PGA vill með þessu sýna samstöðu og leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttafordómum og hvers kyns óréttlæti. pic.twitter.com/WNUrcE7x4m— PGA TOUR (@PGATOUR) June 9, 2020 Flestir af bestu kylfingum heims verða með á Fort Worth í Texas, þ.á.m. Rory McIlroy, efsti maður heimslistans sem tekur þátt á Charles Schwab Challenge í fyrsta sinn á ferli sínum á PGA-mótaröðinni. Im Sung-jae, 22 ára Suður-Kóreumaður, er efstur á stigalista PGA-mótaraðarinnar. Justin Thomas er í 2. sæti og McIlroy í því þriðja. Sýnt verður frá öllum fjórum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi hefst klukkan 20:00 á fimmtudaginn.
Golf Dauði George Floyd Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira