Snýr aftur til L‘Oreal eftir deilur um rasisma Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 23:17 Munroe Bergdorf. Vísir/getty Fyrirsætan Munroe Bergdorf hefur gengið aftur til liðs við snyrtivörurisann L‘Oreal eftir að fyrirtækið sleit samstarfi við hana fyrir tæplega þremur árum síðan vegna ummæla hennar um rasisma. Sagði Bergdorf að allt hvítt fólk væru rasistar og að forréttindi þerira væru byggð á rasísku kerfi. Bergdorf hefur verið ötull talsmaður jafnréttis og réttinda transfólks og nýtt miðla sína til þess að vekja athygli á rasisma, en hún sjálf er transkona. Var hún jafnframt fyrsta transkonan til þess að verða andlit fyrirtækisins þegar hún var andlit L‘Oreal í Bretlandi. Þegar mótmælin vestanhafs hófust eftir dauða George Floyd svaraði Bergdorf tísti snyrtivörurisans þar sem hann lýsti yfir stuðningi við baráttu Black Lives Matter hreyfingarinnar. Benti hún á að fyrirtækið hefði slitið samstarfi við hana og „hent henni til úlfanna“ eftir að hún talaði um rasisma og forréttindi hvítra. Excuse my language but I am SO angry. FUCK YOU @lorealparis. You dropped me from a campaign in 2017 and threw me to the wolves for speaking out about racism and white supremacy. With no duty of care, without a second thought. pic.twitter.com/nnBfiP5Oqg— Black Lives Matter ✊🏾 (@MunroeBergdorf) June 1, 2020 Í tilkynningu á Twitter-síðu sinni í dag sagðist hún hafa fundað með nýjum forstjóra L‘Oreal sem hafði samband við hana eftir tístið. Hún hafi beðist afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins og óskað eftir áframhaldandi samstarfi. Þá lofaði fyrirtækið að gefa 25 þúsund pund til samtakanna Mermaids Gender sem aðstoða ungt hinsegin fólk í Bretlandi. „Sem aktivisti er hluti af starfi mínu að hvetja stór fyrirtæki til þess að átta sig á sinni ábyrgð varðandi fjölbreytileika og jafnrétti. Það er mikilvægt að á öllum sviðum samfélagsins sé fólk frá mismunandi menningarheimum með fjölbreytta reynslu við borðið,“ skrifaði Bergdorf í yfirlýsingu. I have spoken with @loreal, please swipe for full statement.Thank you everyone for having my back with this matter over the past three years, it hasn't been easy. Looking forward to new beginnings and a new positive relationship with the L'Oreal team.Munroe x pic.twitter.com/DxltLF8Z7j— Black Lives Matter ✊🏾 (@MunroeBergdorf) June 9, 2020 Hún hefur því ákveðið að ganga til liðs við L‘Oreal á ný og mun sitja í ráðgjafahópi fyrirtækisins varðandi fjölbreytni. Þannig geti hún nýtt rödd sína til góðs og stuðlað að jákvæðum breytingum. Það sé betra en að halda í reiðina því þannig geti fyrirtækið einnig bætt sig. „Þó að það sem gerðist fyrir þremur árum síðan var mikið áfall fyrir mig persónulega og starfsframa minn, þá skiptir það mig máli að sitja við borðið til þess að vera rödd fyrir svart fólk, transfólk og hinsegin fólk í tískuiðnaðinum.“ Black Lives Matter Samfélagsmiðlar Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Fyrirsætan Munroe Bergdorf hefur gengið aftur til liðs við snyrtivörurisann L‘Oreal eftir að fyrirtækið sleit samstarfi við hana fyrir tæplega þremur árum síðan vegna ummæla hennar um rasisma. Sagði Bergdorf að allt hvítt fólk væru rasistar og að forréttindi þerira væru byggð á rasísku kerfi. Bergdorf hefur verið ötull talsmaður jafnréttis og réttinda transfólks og nýtt miðla sína til þess að vekja athygli á rasisma, en hún sjálf er transkona. Var hún jafnframt fyrsta transkonan til þess að verða andlit fyrirtækisins þegar hún var andlit L‘Oreal í Bretlandi. Þegar mótmælin vestanhafs hófust eftir dauða George Floyd svaraði Bergdorf tísti snyrtivörurisans þar sem hann lýsti yfir stuðningi við baráttu Black Lives Matter hreyfingarinnar. Benti hún á að fyrirtækið hefði slitið samstarfi við hana og „hent henni til úlfanna“ eftir að hún talaði um rasisma og forréttindi hvítra. Excuse my language but I am SO angry. FUCK YOU @lorealparis. You dropped me from a campaign in 2017 and threw me to the wolves for speaking out about racism and white supremacy. With no duty of care, without a second thought. pic.twitter.com/nnBfiP5Oqg— Black Lives Matter ✊🏾 (@MunroeBergdorf) June 1, 2020 Í tilkynningu á Twitter-síðu sinni í dag sagðist hún hafa fundað með nýjum forstjóra L‘Oreal sem hafði samband við hana eftir tístið. Hún hafi beðist afsökunar fyrir hönd fyrirtækisins og óskað eftir áframhaldandi samstarfi. Þá lofaði fyrirtækið að gefa 25 þúsund pund til samtakanna Mermaids Gender sem aðstoða ungt hinsegin fólk í Bretlandi. „Sem aktivisti er hluti af starfi mínu að hvetja stór fyrirtæki til þess að átta sig á sinni ábyrgð varðandi fjölbreytileika og jafnrétti. Það er mikilvægt að á öllum sviðum samfélagsins sé fólk frá mismunandi menningarheimum með fjölbreytta reynslu við borðið,“ skrifaði Bergdorf í yfirlýsingu. I have spoken with @loreal, please swipe for full statement.Thank you everyone for having my back with this matter over the past three years, it hasn't been easy. Looking forward to new beginnings and a new positive relationship with the L'Oreal team.Munroe x pic.twitter.com/DxltLF8Z7j— Black Lives Matter ✊🏾 (@MunroeBergdorf) June 9, 2020 Hún hefur því ákveðið að ganga til liðs við L‘Oreal á ný og mun sitja í ráðgjafahópi fyrirtækisins varðandi fjölbreytni. Þannig geti hún nýtt rödd sína til góðs og stuðlað að jákvæðum breytingum. Það sé betra en að halda í reiðina því þannig geti fyrirtækið einnig bætt sig. „Þó að það sem gerðist fyrir þremur árum síðan var mikið áfall fyrir mig persónulega og starfsframa minn, þá skiptir það mig máli að sitja við borðið til þess að vera rödd fyrir svart fólk, transfólk og hinsegin fólk í tískuiðnaðinum.“
Black Lives Matter Samfélagsmiðlar Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira