Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2020 21:28 Dettifoss, nýjasta og stærsta skip Eimskipafélagsins. Mynd/TLS shipping & trading. Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna: Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna:
Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira