Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2020 21:28 Dettifoss, nýjasta og stærsta skip Eimskipafélagsins. Mynd/TLS shipping & trading. Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna: Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína en þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands í fyrsta sinn um miðjan júlí. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Eimskipafélagið fékk Dettifoss afhentan frá skipasmíðastöðinni í Kína í lok aprílmánaðar og fær síðan systurskipið Brúarfoss í haust. Grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line er þegar komið með samskonar skip í notkun en formlegt samstarf skipafélaganna hefst í þessari viku, sem markar þáttaskil í samskiptum Íslendinga og Grænlendinga. Skipin eru öll sérstaklega styrkt til siglinga á hafíssvæðum í kringum Grænland. Sjá nánar um sterkari vinabönd Grænlendinga og Íslendinga með siglingasamstarfi: Sextán manna íslensk áhöfn siglir Dettifossi heim frá Kína undir stjórn skipstjórans Braga Björgvinssonar. Vegna kórónufaraldursins reyndist flókið að fylgja skipinu úr höfn og þurfti hópurinn að dvelja í fjórtán daga sóttkví í Kína við erfiðar aðstæður. Bragi Björgvinsson skipstjóri í brú Dettifoss. Sextán manna áhöfn Íslendinga siglir skipinu heim.Mynd/Eimskip. Heimsiglingin til Íslands hófst frá borginni Guangzhou þann 7. maí en Dettifoss byrjaði á því að sækja vörur til borgarinnar Taicang, kom síðan við í Singapore og Sri Lanka. Í dag kom Dettifoss svo að Suesskurðinum og er búist að hann sigli þar í gegn í nótt eða á morgun inn í Miðjarðarhaf. Þaðan liggur leiðin til Danmerkur og er áætlað að skipið leggi upp frá Árósum þann 10. júlí og komi loks til Reykjavíkur þann 14. júlí. Dettifoss kom að Súesskurðinum í dag. Skipið hóf heimsiglinguna frá Kína þann 7. maí og er áætlað að það komi til Reykjavíkur 68 dögum síðar, þann 14. júlí.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Dettifoss og Brúarfoss verða stærstu skip í sögu Eimskips og stærstu gámaskip í sögu íslenska kaupskipaflotans, 180 metra löng, 31 metra breið og geta borið 2150 gámaeiningar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í kvöld: Sjá nánar um samstarf Eimskips og Royal Arctic Line: Sjá nánar um ákvörðun um smíði skipanna:
Skipaflutningar Samgöngur Grænland Verslun Norðurslóðir Kína Súesskurðurinn Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira