WHO leiðréttir „misskilning“ um einkennalausa smitbera Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 20:22 Margir ráku upp stór augu þegar Maria van Kerkhove sagði einkennalaus smit „afar fátíð“ á blaðamannafundi í gær. WHO boðaði til annars blaðamannafundar í dag þar sem hún bar það til baka. Vísir/EPA Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Enn er margt á huldu um einkennalausa smitbera nýs afbrigðis kórónuveirunnar og hversu algeng slík tilfelli eru, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Orð eins yfirmanna stofnunarinnar um að einkennalaus smit væru „mjög sjaldgæf“ ollu töluverðu fjaðrafoki og segir stofnunin að um misskilning hafi verið að ræða. Maria van Kerkhove, yfirmaður deildar WHO sem bregst við nýjum farsóttum og dýrasjúkdómum, segir að orð hennar á blaðamannafundi í gær hafi verið misskilin. Hún hafi ekki lýst nýrri stefnu stofnunarinnar. „Við vitum að sumt fólk sem sýnir ekki einkenni, eða sumt fólk sem er ekki með einkenni, getur borið veiruna áfram,“ sagði van Kerkhove á öðrum blaðamannafundi sem blásið var til í dag. Mike Ryan, yfirmaður neyðarviðbragða WHO, sagði að enn væri of margt á huldu um veiruna og hvernig hún smitast. Upphafleg ummæli van Kerkhove vöktu töluverða athygli, ekki síst hjá íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Notuðu þeir ummælin til að færa rök fyrir því að óþarfi væri fyrir fólk að ganga með grímur eða huga að félagsforðun. Þannig vísaði Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, meðal annars til orða van Kerkhove þegar hann ræddi við fréttamenn í dag. Bolsonaro hefur ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins og beitt sér gegn takmörkunum vegna hans. Washington Post segir að það sé þekkt að einkennalausir einstaklingar smiti aðra af veirunni en að ekki sé vitað hversu algengt það er. Rannsóknir og líkön bendi til þess að margir sem smitast af veirunni sýni aldrei einkenni og að það sé opin spurning hvort að þeir einstaklingar eigi stóran þátt í að breiða veiruna út. Málið þykir það vandræðalegasta fyrir WHO. Eric Topol, prófessor í sameindalæknisfræði við Scripps-rannsóknastofnunina, segir það algert klúður. „Ég veit ekki af hverju þau myndu segja að einkennalaus smit séu mjög sjaldgæf þegar sannleikurinn er að við vitum einfaldlega ekki hversu tíð þau eru. Það breytir heldur ekki staðreyndunum sem við vitum að þessi veira er mjög smitandi og það er mjög erfitt að eiga við hana,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira