Svæfingalæknir hefur ítrekað íhugað uppsögn á Landspítala vegna álags Sylvía Hall skrifar 9. júní 2020 18:42 Theodór Skúli hefur starfað sem svæfingalæknir á Landspítala síðustu þrjú ár. Vísir/Vilhelm Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Theodór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir á Landspítalanum, segir álagið á svæfingalækna spítalans gríðarlegt og þeir séu oft að gefa tíma sinn. Hann hafi unnið í tíu ár í Svíþjóð án þess að íhuga uppsögn en það hafi ítrekað gerst þau þrjú ár sem hann hefur starfað á Landspítalanum. Hann hafi meira að segja skrifað uppsagnarbréf tvisvar. Þetta kemur fram í frétt á vef Læknafélags Íslands þar sem fjallað er um vinnuálag svæfingalækna. Þar er einnig rætt við Svein Geir Einarsson yfirlækni sem segir það vinnutímana nánast óboðlega. Þegar unnið sé á skurðstofum er áhyggjuefni þegar læknar þurfa að vinna fulla dagvinnu og taka svo við bakvakt til næsta morguns. „Á Landspítalanum er veikasta fólk landsins til meðferðar, ýmist fjölveikt og langveikt eða akút veikt með lífshótandi uppákomur. Við erum líka með fæðingardeildina á Hringbraut þar sem hlutirnir geta snúist mjög hratt og hver mínúta getur skipt sköpum bæði fyrir móður og barn. Þegar álag er orðið svona mikið, hvort heldur er á læknum eða öðru starfsfólki sem fæst við manneskjur, er hættan á mistökum orðin óþægilega mikil með tilheyrandi afleiðingum,“ er haft eftir Einari á vef Læknafélagsins. Álagið hefur aukist undanfarin ár og hafa læknar beðið um að fyrirkomulagið verði líkt og það var þegar kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Yfirmenn á Landspítala segja það þurfa að meta kostnaðinn fyrst en verið sé að endurskoða vaktafyrirkomulagið. Sveinn segir Landspítalann eiga stað í hjarta sér og því líki honum illa þegar hann sé talaður niður. Hann hefur þó áhyggjur af álaginu á vöktum sem yfirlæknir og það þurfi að breyta fyrirkomulaginu. Það sé nauðsynlegt fyrir öryggi skjólstæðinga og starfsfólksins. „Lífið er meira en bara vinnan og hætta á málsóknum orðin mun meiri en var eins og hefur sýnt sig,“ segir Sveinn.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira