Ágúst og félagar samþykktu launalækkun Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 21:30 Ágúst Elí Björgvinsson gerði samning til tveggja ára við KIF Kolding en hann kemur til félagsins frá Sävehof í Svíþjóð í sumar. mynd/hsí Það virðist vera að rofa aðeins til hjá hinu sigursæla danska handknattleiksfélagi KIF Kolding sem glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Ný stjórn félagsins hefur nú náð samkomulagi við leikmenn, þar á meðal markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson sem er nýr leikmaður liðsins, um lækkun launa. Fyrri stjórn hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að fá leikmenn til að taka á sig 40% launalækkun en ekki er ljóst hve mikið laun þeirra lækka. „Við höfum átt í mjög góðum viðræðum við leikmannahópinn, og við erum samtaka í því með leikmönnum að inna fleiri leiðir til sparnaðar,“ sagði Gunnar Fogt, nýr stjórnarformaður. Fram hefur komið að KIF Kolding þurfi að að safna jafnvirði 100-120 milljóna íslenskra króna til að tryggja framtíð sína. Jens Svane Peschardt, fulltrúi leikmanna, segir í yfirlýsingu að þeir séu ánægðir. „Sem leikmaður er ég virkilega ánægður með að sjá hvað við erum samheldinn hópur sem náð hefur saman við stjórnina. Ég hlakka líka til að taka þátt í að tryggja að við búum til sjálfbæra framtíð fyrir KIF Kolding, og ég hlakka gríðarlega til þess að við förum að sjá handbolta spilaðan á fullu í Sydbank Arena í Kolding,“ sagði Peschardt. Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústs, sagði við Vísi í síðustu viku ljóst að hann væri með plön í huga ef að Kolding næði ekki að rétta úr kútnum. „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi. Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar,“ sagði Arnar. Danski handboltinn Tengdar fréttir Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00 Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
Það virðist vera að rofa aðeins til hjá hinu sigursæla danska handknattleiksfélagi KIF Kolding sem glímir við mikla fjárhagserfiðleika. Ný stjórn félagsins hefur nú náð samkomulagi við leikmenn, þar á meðal markvörðinn Ágúst Elí Björgvinsson sem er nýr leikmaður liðsins, um lækkun launa. Fyrri stjórn hafði ekki erindi sem erfiði þegar hún reyndi að fá leikmenn til að taka á sig 40% launalækkun en ekki er ljóst hve mikið laun þeirra lækka. „Við höfum átt í mjög góðum viðræðum við leikmannahópinn, og við erum samtaka í því með leikmönnum að inna fleiri leiðir til sparnaðar,“ sagði Gunnar Fogt, nýr stjórnarformaður. Fram hefur komið að KIF Kolding þurfi að að safna jafnvirði 100-120 milljóna íslenskra króna til að tryggja framtíð sína. Jens Svane Peschardt, fulltrúi leikmanna, segir í yfirlýsingu að þeir séu ánægðir. „Sem leikmaður er ég virkilega ánægður með að sjá hvað við erum samheldinn hópur sem náð hefur saman við stjórnina. Ég hlakka líka til að taka þátt í að tryggja að við búum til sjálfbæra framtíð fyrir KIF Kolding, og ég hlakka gríðarlega til þess að við förum að sjá handbolta spilaðan á fullu í Sydbank Arena í Kolding,“ sagði Peschardt. Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður Ágústs, sagði við Vísi í síðustu viku ljóst að hann væri með plön í huga ef að Kolding næði ekki að rétta úr kútnum. „Það er vinnan mín, að vera með plan ef þetta klikkar. En hann er með gildan samning þar til félagið verður lýst gjaldþrota eða einhver úr stjórn lýsir yfir vilja að leysa hann undan samningi. Við erum í biðstöðu en ég er með plön ef þetta dettur upp fyrir og er búinn að vinna í nokkrum málum sem verða vonandi enn til staðar þegar, eða ef, þetta losnar,“ sagði Arnar.
Danski handboltinn Tengdar fréttir Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00 Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00 Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Sjá meira
Mál Ágústar Elís í biðstöðu Mál Ágústar Elís Björgvinssonar eru í biðstöðu vegna fjárhagsvandræða KIF Kolding, danska félagsins sem hann var búinn að semja við. 3. júní 2020 14:00
Þurfa að safna fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga liðinu frá gjaldþroti Danska úrvalsdeildarfélagið KIF Kolding þarf að safna fimm til sex milljónum danskra króna ef liðið ætlar sér að spila í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Ágúst Elí Björgvinsson er samningsbundinn liðinu. 2. júní 2020 18:00
Félag Ágústs í alvarlegri krísu – Leikmenn höfnuðu launalækkun Handboltamarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson skrifaði í vetur undir samning til tveggja ára við danska félagið KIF Kolding sem nú á í miklum fjárhagserfiðleikum. 12. maí 2020 21:00