Áslaug Munda framúrskarandi í náminu og boltanum: „Alltaf verið auðvelt að tala við kennarana“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 19:00 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn ÍBV síðasta sumar. VÍSIR/DANÍEL Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Íslenski boltinn „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Unnum klárlega baráttuna í leiknum“ Í beinni: Afturelding - Valur | Mosfellingar verið óstöðvandi heima Í beinni: Breiðablik - ÍA | Tapar Skaginn fjórða í röð? Í beinni: Fram - KA | Akureyringar í Úlfarsárdal Í beinni: ÍBV - FH | Eyjamenn í brekku Uppgjörið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjá meira