Áslaug Munda framúrskarandi í náminu og boltanum: „Alltaf verið auðvelt að tala við kennarana“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 19:00 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn ÍBV síðasta sumar. VÍSIR/DANÍEL Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira