Áslaug Munda framúrskarandi í náminu og boltanum: „Alltaf verið auðvelt að tala við kennarana“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2020 19:00 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn ÍBV síðasta sumar. VÍSIR/DANÍEL Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, landsliðskona í fótbolta, fékk sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í námi og knattspyrnu þegar hún útskrifaðist frá afrekssviði Menntaskólans í Kópavogi á dögunum. Áslaug Munda útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,27 en á sama tíma og hún náði þessum frábæra árangri í náminu tókst henni að spila sína fyrstu tvo A-landsleiki, auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands. Þá var hún í stóru hlutverki hjá Breiðabliki í fyrra þegar liðið komst í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og var í kjölfarið boðið að æfa með franska stórliðinu PSG, sem sló Breiðablik út. Ætla má að það kalli á afar gott skipulag að ná svo góðum árangri bæði í boltanum og námi, og mikla vinnu: „Já, maður lagði mikið á sig til þess að ná þessum einkunnum og samhliða því árangri í fótboltanum,“ segir Áslaug Munda við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. Hún er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Hetti á Egilsstöðum en lék með Völsungi í tvö ár áður en hún kom til Breiðabliks þar sem hún spilar nú sitt þriðja tímabil. Hún vill ekki gera of mikið úr álaginu sem fylgir því að sinna náminu vel samhliða æfingum, leikjum og keppnisferðalögum: „Mér fannst það ekkert mál, sérstaklega eftir að afrekssviðið kom í MK. Það var mikil hjálp þar. Þegar maður fór í ferðir var ekkert mál að fá svigrúm fyrir fótboltann með skólanum. Það hefur alltaf verið auðvelt að tala við kennarana um þetta en afrekssviðið hjálpaði mér klárlega við að komast svona vel í gegnum skólann.“ View this post on Instagram Okkar kona Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir hlaut sérstaka viðurkenningu á útskrift MK fyrir framúrskarandi árangur í námi (meðaleinkunn 9.27) og knattspyrnu en hún hefur spilað 2A landsleiki og 32 leiki með yngri landsliðum. Hún lék stórt hlutverk í liði Breiðabliks sem fór í 16 liða úrslit Evrópukeppninnar í vetur og var í kjölfarið boðið á æfingar til franska stórliðsins PSG. A post shared by Afrekssvið MK (@afrek_mk) on Jun 3, 2020 at 7:31am PDT Stefnir á atvinnumennsku og frekara nám Breiðablik tapaði ekki leik í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð en endaði samt í 2. sæti. Liðið ætlar sér stóra hluti í sumar, eftir undirbúningstímabil sem kórónuveirufaraldurinn lengdi um einn og hálfan mánuð. „Þetta er búið að vera svolítið skrýtið. Við vorum í þessum sjö manna hópum [á æfingum, vegna faraldursins] og maður vissi eiginlega bara um sinn hóp, hvernig honum gekk, en voða lítið um aðra hópa. Þegar þetta blandaðist svo allt saman varð maður að læra inn á aðra leikmenn aftur og ná saman,“ segir Áslaug Munda sem setur stefnuna á atvinnumennsku og frekara nám: „Já, mig langar það. Ég ætla klárlega að halda áfram í námi en samt hafa fótboltann á toppnum.“ Klippa: Sportpakkinn - Áslaug Munda hlaut viðurkenningu við útskrift
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportpakkinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Fleiri fréttir Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Sjá meira