Farþegar með grímur þegar Icelandair flýgur á ný Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2020 17:22 Ferðalagið verður ekki með sama sniði og áður þegar Icelandair hefur daglegt áætlunarflug 15. júní. Farþegar og áhöfn þurfa að vera með grímur og engin matarþjónusta verður um borð. Vísir/Vilhelm Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt mánudaginn 15. júní. Þá verður farþegum sem koma til landsins boðið að gangast undir skimun eða skila inn vottorði frá heimalandinu í stað þess að fara í fjórtán daga sóttkví. Icelandair gerir ráð fyrir því að hefja daglegt áætlunarflug til lykiláfangastaða strax á mánudag. Í tilkynningu frá félaginu er greint frá útfærslu á sóttvörnum um borð í vélunum. Áhöfn og allir farþegar, fyrir utan börn undir tólf ára aldri, þurfa að vera með andlitsgrímur um borð til viðbótar við aðrar smitvarnir eins og handþvott og notkun handspritts. Farþegar eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig tiltækar um borð í vélunum. Mælt er með því að fleiri en ein gríma verði höfð meðferðis fyrir ferðalagið. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. Taka má grímur niður til að neyta matar og drykkja um borð í vélinni. Farþegar sem finna fyrir flensulíkum einkennum hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Þjónusta um borð í vélunum verður takmörkuð af öryggisástæðum. Þannig verður engin matarþjónusta um borð fyrst um sinn en farþegar fá vatnsflöskur þegar þeir ganga um borð. Til stendur að endurmeta þjónustustigið þegar á líður. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif um borð í vélunum. Allir snertifletir verða þrifnir sérstaklega fyrir hvert flug og salerni sótthreinsuð á milli ferða. Þá verður fylgst sérstaklega með loftgæðum um borð í vélunum á meðan á flugi stendur. Frekari upplýsingar um sóttvarnir um borð í Icelandair-vélum frá og með 15. júní má finna hér. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Bæði áhöfn og farþegar um borð í flugvélum Icelandair þurfa að vera með andlitsgrímur þegar félagið hefur daglegt áætlunarflug til lykiláfangastað í næstu viku. Farþegar sem finna fyrir einkennum sem líkjast flensu verða hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Ferðatakmörkunum sem hafa verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt mánudaginn 15. júní. Þá verður farþegum sem koma til landsins boðið að gangast undir skimun eða skila inn vottorði frá heimalandinu í stað þess að fara í fjórtán daga sóttkví. Icelandair gerir ráð fyrir því að hefja daglegt áætlunarflug til lykiláfangastaða strax á mánudag. Í tilkynningu frá félaginu er greint frá útfærslu á sóttvörnum um borð í vélunum. Áhöfn og allir farþegar, fyrir utan börn undir tólf ára aldri, þurfa að vera með andlitsgrímur um borð til viðbótar við aðrar smitvarnir eins og handþvott og notkun handspritts. Farþegar eru hvattir til að koma með sínar eigin grímur en grímur verða einnig tiltækar um borð í vélunum. Mælt er með því að fleiri en ein gríma verði höfð meðferðis fyrir ferðalagið. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. Taka má grímur niður til að neyta matar og drykkja um borð í vélinni. Farþegar sem finna fyrir flensulíkum einkennum hvattir til að fresta ferðalagi sínu. Þjónusta um borð í vélunum verður takmörkuð af öryggisástæðum. Þannig verður engin matarþjónusta um borð fyrst um sinn en farþegar fá vatnsflöskur þegar þeir ganga um borð. Til stendur að endurmeta þjónustustigið þegar á líður. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif um borð í vélunum. Allir snertifletir verða þrifnir sérstaklega fyrir hvert flug og salerni sótthreinsuð á milli ferða. Þá verður fylgst sérstaklega með loftgæðum um borð í vélunum á meðan á flugi stendur. Frekari upplýsingar um sóttvarnir um borð í Icelandair-vélum frá og með 15. júní má finna hér.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56 Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ekki ákveðið hvort Bandaríkjamenn eða aðrir utan EES og EFTA geti komið eftir 15. júní Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort þær ferðatakmarkanir á ferðalögum hingað til lands sem eru í gildi fyrir ríkisborgara þeirra landa sem tilheyra ekki Schengen-svæðinu, EES, ESB eða EFTA verði framlengdar eftir 15. júní næstkomandi. 9. júní 2020 15:56
Svona verður framkvæmdin vegna komu ferðamanna Breytingar verða á reglum um komu ferðamanna til landsins þann 15. júní næstkomandi. 8. júní 2020 14:49