„Eins og að vera á toppi allra toppa“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 12:37 Hraundrangi er eitt þekktasta kennileyti Norðurlands. Garpur Elísabetarson og Jónas G. Sigurðsson skelltu sér upp á topp um helguna. Mynd/Garpur Elísabetarson Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp. Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Ævintýramaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur Elísabetarson gerði sér lítið fyrir um helgina og skellti sér upp á Hraundranga í Öxnadal ásamt félaga sínum. Að standa uppi á toppi drangans er eins og að vera á toppi allra toppa að sögn Garps. Myndband af ferðinni má sjá hér í fréttinni. Garpur ræddi við þá félaga Heimir Karls og Gulla Helga í Bítinu í morgun um klifurferðina upp á hinn 1.075 metra háa fjallstind á Drangafjalli í Öxnadal. Dranginn er afskaplega þekkt kennileyti á leiðinni til Akureyrar, margir sem hafa séð hann frá þjóðvegi 1 sem liggur um dalinn. Fáum dettur þó í hug að brölta upp, en Garpur og félagi hans Jónas G. Sigurðsson hafa haft hug á því að klífa drangann frá því að þeir sáu hann í Flyover Iceland á síðasta ári. „Svo hringdi hann á fimmtudaginn. Veðrið er gott á sunnudaginn, við erum að fara að skella okkur,“ segir Garpur að skilaboðin hafi verið frá Jónasi. Þeir héldu norður á leið og hófu fjallgönguna á sunnudaginn. „Svo þegar við mættum á svæðið á sunnudeginum og stoppuðum bílinn og kíktum á drangann, snjór í hlíðunum og svona. Þá stóð mér ekki alveg á sama,“ sagði Garpur, sem skrásetur ævintýri sín samviskusamlega á Instagram. Hann segir þó að ferðin upp hafi ekkert verið sérstaklega erfið líkamlega, enda þeir báðir vanir fjallamenn. Ferðin er þó ekki án áskorana. Garpur og Jónas, sáttir með að vera á toppi Hraundranga.Mynd/Garpur Elísabetarson „Það er erfitt fyrir hausinn á þér. Þetta er svo rosalega nakið. Þú sérð mikið, þú sérð svo mikið og þó þú sért í línu. Það er kannski það sem mér fannst erfiðast, og ég er ekki lofthræddur venjulega, en maður sér niður í allar áttir og þetta verður alltaf hærra og hærra. Tæknilega klifurslega er þetta ekkert þannig erfitt,“ sagði Garpur. Og þegar á toppinn er komið er þetta allt þess virði. „Tilfinningin er að vera á þessum topp er eins og að vera á toppi allra toppa. Þegar maður er lítill þá teiknar maður fjöll eins og enginn geti staðið upp á þeim. Þegar ég var lítill þá hugsaði ég alltaf hvernig fólk stendur upp á fjöllum að því að þetta gengur ekki upp, þetta er bara einhver oddur. Svo ertu upp á fjalli og það er bara eins og barn hafi teiknað þetta,“ sagði Garður aðspurður um hvernig tilfinning það er að standa þarna uppi á þessum nokkurra fermetra breiða oddi. Dranginn er hrikalegur.Mynd/Garpur Elísabetarson Og útsýnið er ekki af verri endanum, yfir Öxnadal, Hörgárdal og víðar. „Það er geggjað. Ég vildi bara vera þarna. Við vorum þarna í einn og hálfan tíma að fljúga drónanum og taka myndir. Jonni vinur minn var mun minna lofthræddur en ég. Hann dró mig út á ystu nöf. Hann sagði að ég þyrfti að koma út á eina tánna til að sjá, þú sérð niður í báða dalina og alveg niður þessa þúsund metra. Ég bað hann bara um að halda í höndina á mér og við áttum þarna góða stund.“ Myndband af ferðinni má sjá hér að ofan, hér að neðan má hlusta á viðtalið við Garp.
Hörgársveit Fjallamennska Bítið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira