4 dagar í Pepsi Max: Unnu fimm ár í röð án þess að vera spáð titlinum einu sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 12:00 Kári Steinn Reynisson og Bjarni Guðjónsson fagna hér fimmta Íslandsmeistaratitli ÍA í röð á forsíðu íþróttkálfs Morgunblaðsins en þetta er úrklippa úr Morgunblaðinu frá 1. október 1996. Skjámynd af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Skagamenn eru eina liðið í sögu íslenska fótboltans sem hefur unnið fimm Íslandsmót í röð en það gerðu þeir á árunum 1992 til 1996. Framarar urðu reyndar Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 1913 til 1918 en tvö fyrstu árin í sigurgöngunni skráði ekkert annað lið sig til leiks og Framarar voru því Íslandsmeistarar án keppni. Í raun má segja að Skagamenn hafi unnið Íslandsmót sex ár í röð því sumarið 1991 unnu þeir B-deildina og komust aftur í hóp þeirra bestu. Skagaliðið varð síðan Íslandsmeistari sem nýliði í deildinni sumarið 1992 en engir aðrir nýliðar geta státað af því í sögu Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Það mætti samt halda að eftir einn, tvo, þrjá, fjóra eða fimm Íslandsmeistaratitla í röð þá ættu þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn að hafa tilefni til að spá Skagamönnum Íslandsmeistaratitlinum árið eftir. Svo var þó ekki. Á þessum árum, frá 1992 til 1996, þá var Skagamönnum aldrei spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ekki einu sinni. Í öllum þessum fimm spám þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var ÍA liðinu spáð öðru sætinu. Fram átti að vinna 1992 en KR var síðan spáð Íslandsmeistaratitlinum frá 1993 til 1996. Skagamönnum var spáð öðru sætinu sjötta árið í röð sumarið 1997 og þá höfðu menn loksins rétt fyrir sér. Eyjamenn urðu þá Íslandsmeistarar og enduðu sigurgöngu Skagamanna en ÍA liðið endaði í öðru sæti. KR var spáð titlinum enn eitt árið en verðandi Íslandsmeisturum ÍBV var spáð þriðja sætinu. Skagamönnum var síðan spáð fimmta sætinu þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2001. Árið eftir var þeim síðan spá öðru sæti í titilvörninni. ÍA hefur nefnilega aldrei, í 35 ára sögu þessarar spár, verið spáð titlinum. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 4 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Skagamenn eru eina liðið í sögu íslenska fótboltans sem hefur unnið fimm Íslandsmót í röð en það gerðu þeir á árunum 1992 til 1996. Framarar urðu reyndar Íslandsmeistarar sex ár í röð frá 1913 til 1918 en tvö fyrstu árin í sigurgöngunni skráði ekkert annað lið sig til leiks og Framarar voru því Íslandsmeistarar án keppni. Í raun má segja að Skagamenn hafi unnið Íslandsmót sex ár í röð því sumarið 1991 unnu þeir B-deildina og komust aftur í hóp þeirra bestu. Skagaliðið varð síðan Íslandsmeistari sem nýliði í deildinni sumarið 1992 en engir aðrir nýliðar geta státað af því í sögu Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Það mætti samt halda að eftir einn, tvo, þrjá, fjóra eða fimm Íslandsmeistaratitla í röð þá ættu þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn að hafa tilefni til að spá Skagamönnum Íslandsmeistaratitlinum árið eftir. Svo var þó ekki. Á þessum árum, frá 1992 til 1996, þá var Skagamönnum aldrei spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ekki einu sinni. Í öllum þessum fimm spám þjálfara, fyrirliða og forráðamanna var ÍA liðinu spáð öðru sætinu. Fram átti að vinna 1992 en KR var síðan spáð Íslandsmeistaratitlinum frá 1993 til 1996. Skagamönnum var spáð öðru sætinu sjötta árið í röð sumarið 1997 og þá höfðu menn loksins rétt fyrir sér. Eyjamenn urðu þá Íslandsmeistarar og enduðu sigurgöngu Skagamanna en ÍA liðið endaði í öðru sæti. KR var spáð titlinum enn eitt árið en verðandi Íslandsmeisturum ÍBV var spáð þriðja sætinu. Skagamönnum var síðan spáð fimmta sætinu þegar þeir urðu síðast Íslandsmeistarar sumarið 2001. Árið eftir var þeim síðan spá öðru sæti í titilvörninni. ÍA hefur nefnilega aldrei, í 35 ára sögu þessarar spár, verið spáð titlinum.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... ÍA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira