Fleiri uppsagnir um mánaðamótin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2020 19:57 Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni. Erfið staða blasir við Icelandair og öðrum flugfélögum um heim allan. Fyrirhugað hlutafjárútboð er liður í viðbrögðum félagsins við áhrifum kórónuveirufaraldursins. Sjá einnig: Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr „Það er í þeim tilgangi að styrkja okkar efnahagsreikning og lausafjárstöðu. Við þurfum að gera það í þessum tekjubresti sem við erum að fást við eins og öll önnur í heiminum og við ætlum bæði að komast í gegnum þetta ástand og líka vera í sterkri stöðu þegar það fer að birta til aftur,“ segir Bogi. Þótt staðan nú sé erfið og óvissan mikil kveðst hann sjá tækifæri til lengri tíma litið. Þó sé ljóst að stíga þurfi þungbær skref áður en þar að kemur. „Því miður þá er útlit fyrir frekari uppsagnir hjá okkur um næstu mánaðamót,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Hvað hlutafjárútboðið varðar segir hann lykilatriði að gera skynsamlega kjarasamninga við flugstéttir. Náið samtal hefur staðið yfir milli Icelandair og stjórnvalda en félagið er skilgreint sem kerfislega mikilvægt. Bæði Bogi og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja stjórnvöld og Icelandair eiga reglulegt og gott samtal. „Við erum fyrst og fremst eins og kemur fram í þessari yfirlýsingu [um hlutafjárútboðið] ísamtali til þess að gera okkur grein fyrir stöðunni en endurfjármögnun, eða viðbótarfjármögnun félagsins, er í höndum þeirra,“ segir Sigurður Ingi. Samgöngur Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir óhjákvæmilegt að grípa til frekari uppsagna á næstu vikum. Ráðist verður í hlutafjárútboð á næstunni. Erfið staða blasir við Icelandair og öðrum flugfélögum um heim allan. Fyrirhugað hlutafjárútboð er liður í viðbrögðum félagsins við áhrifum kórónuveirufaraldursins. Sjá einnig: Leggja Icelandair ekki til fé nema launamálin séu skýr „Það er í þeim tilgangi að styrkja okkar efnahagsreikning og lausafjárstöðu. Við þurfum að gera það í þessum tekjubresti sem við erum að fást við eins og öll önnur í heiminum og við ætlum bæði að komast í gegnum þetta ástand og líka vera í sterkri stöðu þegar það fer að birta til aftur,“ segir Bogi. Þótt staðan nú sé erfið og óvissan mikil kveðst hann sjá tækifæri til lengri tíma litið. Þó sé ljóst að stíga þurfi þungbær skref áður en þar að kemur. „Því miður þá er útlit fyrir frekari uppsagnir hjá okkur um næstu mánaðamót,“ segir Bogi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill Hvað hlutafjárútboðið varðar segir hann lykilatriði að gera skynsamlega kjarasamninga við flugstéttir. Náið samtal hefur staðið yfir milli Icelandair og stjórnvalda en félagið er skilgreint sem kerfislega mikilvægt. Bæði Bogi og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segja stjórnvöld og Icelandair eiga reglulegt og gott samtal. „Við erum fyrst og fremst eins og kemur fram í þessari yfirlýsingu [um hlutafjárútboðið] ísamtali til þess að gera okkur grein fyrir stöðunni en endurfjármögnun, eða viðbótarfjármögnun félagsins, er í höndum þeirra,“ segir Sigurður Ingi.
Samgöngur Icelandair Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira