Tvö alvarleg mál gegn Alzheimersjúklingum á stuttum tíma „hreinn og klár glæpur“ Sylvía Hall skrifar 8. júní 2020 11:35 Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Vísir/Tryggvi Páll Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, telur að það brot gegn Alzheimersjúklingum séu of algeng hér á landi. Sem betur fer komi ekki oft upp alvarleg brot en samtökin fái reglulegar ábendingar um mál þar sem grunur leikur á um að illa sé farið með fé sjúklinga. Á einni viku hefur verið greint frá tveimur alvarlegum málum þar sem brotið er gegn Alzheimersjúklingum. „Við fáum mjög reglulegar hringingar þar sem er einhver tortryggni innan fjölskyldna og grunur jafnvel um að einhver fjölskyldumeðlimur sé að fara með fé sem hann á ekki að gera. Þá er þetta náttúrulega kannski systkini sem tekur að sér að sjá um fjármál fyrir mömmu og pabba, og hinir hafa kannski ekkert verið að skipta sér af því, þá eðlilega getur vaknað grunur,“ segir Vilborg sem ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. Hún segir sína tilfinningu vera að það sé algengara í samsettum fjölskyldum að fólk sé tortryggið, enda séu oft nýir fjölskyldumeðlimir í spilinu og jafnvel minna traust. Kannski hafi nýr maki komið inn í fjölskylduna og hann sé þá grunaður um eitthvað misjafnt. Þó sé hægt að koma í veg fyrir slíkt með því að hafa slík mál á hreinu. „Þetta getur stafað af því að það er ekki gengið frá málum nógu vel. Strax í byrjun veikindanna ráðleggjum við fólki að gera ráðstafanir strax; tilgreina einhvern sem fær umboð til að sjá um dagleg fjármál, allir í fjölskyldunni séu upplýstir um það. Það er mjög einfalt fyrir þann sem sér um fjármálin að taka út yfirlit úr heimabanka reglulega til að sýna öllum hinum, til að eyða þessum grun.“ Þó bendir hún á að eitt einkenna sjúkdómsins sé tortryggni og það eigi til að flækja málin. Það séu dæmi um að sjúklingar saki maka sinn um að fara illa með fé og neiti að hleypa honum í heimabanka til þess að sjá um fjármálin. Hreinn brotavilji í máli systranna og kynferðisbrotamálinu Í síðustu viku greindi RÚV frá því að kona á sextugsaldri væri ákærð fyrir að nota fé tveggja systra á tíræðisaldri. Systurnar eru báðar með heilabilun og er konan sögð hafa misnotað aðstöðu sína og dregið rúmar 23 milljónir af reikningi annarrar systurinnar yfir fimm ára tímabil. Þá var einnig greint frá manni um sjötugt sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum um átrætt sem eru báðar með Alzheimer á lokastigi. Konurnar bjuggu í íbúðum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu þegar brotin átti sér stað en maðurinn er sagður hafa búið þar og þekkti því konurnar. Vilborg segir slík mál vera dæmi um hreinan brotavilja og þau séu einfaldlega skelfileg. „Þessi dæmi í síðustu viku, bæði kynferðisofbeldið og þetta skelfilega mál systranna, það er náttúrulega hreinn og klár glæpur eins og hver annar glæpur. Mikill brotavilji.“ Í máli systranna var um háar upphæðir að ræða og í einum ákærulið er ákært fyrir fjárdrátt sem nemur 52 milljónum króna. Að sögn Vilborgar getur fólk freistast til þess að misnota aðstöðu sína þegar svo mikill peningur er í spilinu. „Auðvitað verður freistingin svolítið þegar þú kemst að svona kjötkötlum, þá getur ótrúlegasta fólk fallið í freistni.“ Vilborg segir fjármál oft vera á meðal viðkvæmustu mála sem tengjast Alzheimersjúkdómnum og því sé mikilvægt að slík mál séu á hreinu. Við greiningu sé best að ákveða hver skuli fara með umboð fyrir hönd sjúklingsins og þá sé það frá og hægt að huga að öðru.Vísir/Vilhelm Hjálplegt að huga að þessum málum sem fyrst Að sögn Vilborgar segir best að ræða málin þegar grunur vaknar og fá allt upp á borðið. Það geti jafnvel eytt óvissu, enda oft sem um misskilning er að ræða. Það sé þó best að skipuleggja mál þegar sjúkdómurinn greinist og ákveða hvernig málum skal háttað á meðan sjúklingurinn hefur vit á því að ákveða það sjálfur. „Framgangur sjúkdómsins er ekki eins hjá tveimur einstaklingum. Hann getur tekið langan tíma hjá einum og tekið örskamman tíma hjá næsta. Auðvitað er tilhneigingin að maður heldur í vonina um að þetta verði svolítið gott áfram og þú vilt ekki endilega fara að taka svona leiðinlegar eða erfiðar ákvarðanir strax, en við höldum og vitum að það eru svona mýtur að falla,“ segir Vilborg og bætir við að staðan sé allt önnur í dag en fyrir nokkrum árum. „Umræðan er að opnast og skömmin er að hverfa þannig þegar fólk greinist ertu ekki með veggjum í mörg ár eins og þetta var.“ Hún segir fjármálin oft viðkvæmustu málin og því sé best að það sé á hreinu hver fari með peningana, hvernig þeim sé eytt og hvernig eigi að sjá um þau mál. Ef það sé ekki ljóst þá geti það leitt til ósættis. Þessi viðkvæmu mál, sem eru fjármál og geta orðið tímasprengjur – og minnsta mál getur orðið miklu máli og splundrað fjölskyldum, þá er hægt að koma til okkar, hringja í okkur og fá ráð. Við getum stýrt fjölskyldufundum þar sem mál eru leidd í farveg, við höfum góðan aðgang að lögfræðiráðgjöf,“ segir Vilborg sem hvetur fólk til þess að vera í sambandi við samtökin. Þó það geti verið óþægileg tilhugsun að fara að ræða þetta í upphafi þá sé það auðveldara fyrir alla og fólk geti í framhaldinu hugsað um aðra hluti. Greiningin sé alltaf áfall en í kjölfarið sé rökrétt skref að huga að framhaldinu. „Því þú getur alveg lifað mjög góðu lífi með þennan sjúkdóm í mörg ár – af hverju að hafa áhyggjur af þessu endalaust?“ Bítið Heilbrigðismál Lögreglumál Eldri borgarar Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna, telur að það brot gegn Alzheimersjúklingum séu of algeng hér á landi. Sem betur fer komi ekki oft upp alvarleg brot en samtökin fái reglulegar ábendingar um mál þar sem grunur leikur á um að illa sé farið með fé sjúklinga. Á einni viku hefur verið greint frá tveimur alvarlegum málum þar sem brotið er gegn Alzheimersjúklingum. „Við fáum mjög reglulegar hringingar þar sem er einhver tortryggni innan fjölskyldna og grunur jafnvel um að einhver fjölskyldumeðlimur sé að fara með fé sem hann á ekki að gera. Þá er þetta náttúrulega kannski systkini sem tekur að sér að sjá um fjármál fyrir mömmu og pabba, og hinir hafa kannski ekkert verið að skipta sér af því, þá eðlilega getur vaknað grunur,“ segir Vilborg sem ræddi þessi mál í Bítinu í morgun. Hún segir sína tilfinningu vera að það sé algengara í samsettum fjölskyldum að fólk sé tortryggið, enda séu oft nýir fjölskyldumeðlimir í spilinu og jafnvel minna traust. Kannski hafi nýr maki komið inn í fjölskylduna og hann sé þá grunaður um eitthvað misjafnt. Þó sé hægt að koma í veg fyrir slíkt með því að hafa slík mál á hreinu. „Þetta getur stafað af því að það er ekki gengið frá málum nógu vel. Strax í byrjun veikindanna ráðleggjum við fólki að gera ráðstafanir strax; tilgreina einhvern sem fær umboð til að sjá um dagleg fjármál, allir í fjölskyldunni séu upplýstir um það. Það er mjög einfalt fyrir þann sem sér um fjármálin að taka út yfirlit úr heimabanka reglulega til að sýna öllum hinum, til að eyða þessum grun.“ Þó bendir hún á að eitt einkenna sjúkdómsins sé tortryggni og það eigi til að flækja málin. Það séu dæmi um að sjúklingar saki maka sinn um að fara illa með fé og neiti að hleypa honum í heimabanka til þess að sjá um fjármálin. Hreinn brotavilji í máli systranna og kynferðisbrotamálinu Í síðustu viku greindi RÚV frá því að kona á sextugsaldri væri ákærð fyrir að nota fé tveggja systra á tíræðisaldri. Systurnar eru báðar með heilabilun og er konan sögð hafa misnotað aðstöðu sína og dregið rúmar 23 milljónir af reikningi annarrar systurinnar yfir fimm ára tímabil. Þá var einnig greint frá manni um sjötugt sem hefur verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum um átrætt sem eru báðar með Alzheimer á lokastigi. Konurnar bjuggu í íbúðum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu þegar brotin átti sér stað en maðurinn er sagður hafa búið þar og þekkti því konurnar. Vilborg segir slík mál vera dæmi um hreinan brotavilja og þau séu einfaldlega skelfileg. „Þessi dæmi í síðustu viku, bæði kynferðisofbeldið og þetta skelfilega mál systranna, það er náttúrulega hreinn og klár glæpur eins og hver annar glæpur. Mikill brotavilji.“ Í máli systranna var um háar upphæðir að ræða og í einum ákærulið er ákært fyrir fjárdrátt sem nemur 52 milljónum króna. Að sögn Vilborgar getur fólk freistast til þess að misnota aðstöðu sína þegar svo mikill peningur er í spilinu. „Auðvitað verður freistingin svolítið þegar þú kemst að svona kjötkötlum, þá getur ótrúlegasta fólk fallið í freistni.“ Vilborg segir fjármál oft vera á meðal viðkvæmustu mála sem tengjast Alzheimersjúkdómnum og því sé mikilvægt að slík mál séu á hreinu. Við greiningu sé best að ákveða hver skuli fara með umboð fyrir hönd sjúklingsins og þá sé það frá og hægt að huga að öðru.Vísir/Vilhelm Hjálplegt að huga að þessum málum sem fyrst Að sögn Vilborgar segir best að ræða málin þegar grunur vaknar og fá allt upp á borðið. Það geti jafnvel eytt óvissu, enda oft sem um misskilning er að ræða. Það sé þó best að skipuleggja mál þegar sjúkdómurinn greinist og ákveða hvernig málum skal háttað á meðan sjúklingurinn hefur vit á því að ákveða það sjálfur. „Framgangur sjúkdómsins er ekki eins hjá tveimur einstaklingum. Hann getur tekið langan tíma hjá einum og tekið örskamman tíma hjá næsta. Auðvitað er tilhneigingin að maður heldur í vonina um að þetta verði svolítið gott áfram og þú vilt ekki endilega fara að taka svona leiðinlegar eða erfiðar ákvarðanir strax, en við höldum og vitum að það eru svona mýtur að falla,“ segir Vilborg og bætir við að staðan sé allt önnur í dag en fyrir nokkrum árum. „Umræðan er að opnast og skömmin er að hverfa þannig þegar fólk greinist ertu ekki með veggjum í mörg ár eins og þetta var.“ Hún segir fjármálin oft viðkvæmustu málin og því sé best að það sé á hreinu hver fari með peningana, hvernig þeim sé eytt og hvernig eigi að sjá um þau mál. Ef það sé ekki ljóst þá geti það leitt til ósættis. Þessi viðkvæmu mál, sem eru fjármál og geta orðið tímasprengjur – og minnsta mál getur orðið miklu máli og splundrað fjölskyldum, þá er hægt að koma til okkar, hringja í okkur og fá ráð. Við getum stýrt fjölskyldufundum þar sem mál eru leidd í farveg, við höfum góðan aðgang að lögfræðiráðgjöf,“ segir Vilborg sem hvetur fólk til þess að vera í sambandi við samtökin. Þó það geti verið óþægileg tilhugsun að fara að ræða þetta í upphafi þá sé það auðveldara fyrir alla og fólk geti í framhaldinu hugsað um aðra hluti. Greiningin sé alltaf áfall en í kjölfarið sé rökrétt skref að huga að framhaldinu. „Því þú getur alveg lifað mjög góðu lífi með þennan sjúkdóm í mörg ár – af hverju að hafa áhyggjur af þessu endalaust?“
Bítið Heilbrigðismál Lögreglumál Eldri borgarar Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent