Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2020 23:30 Mitt Romney er lítt hrifinn af Donald Trump. AP/Susan Walsh) Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. Romney, sem hefur verið afar gagnrýninn á stefnu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var hluti af hópi um þúsund kristinna mótmælenda sem gengu í átt að Hvíta húsinu í dag til þess að mótmæla morðinu á George Floyd, lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Romney ræddi stuttlega við blaðamann Washington Post sem spurði þingmanninn af hverju hann tæki þátt í mótmælunum „Það þarf að finna leið til að binda enda á ofbeldi og hrottaskap og að tryggja að fólk skilji að svört líf skipta máli,“ sagði Romney. .@SenatorRomney marching in front of the WH: “We need a voice against racism, we need many voices against racism and against brutality. And we need to stand up and say black lives matter.” (w/ @alivitali) pic.twitter.com/rGrXvM6wty— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) June 7, 2020 Romney er einn af háttsettum Repúblikönum sem segjast ekki geta stutt Trump en á meðal þeirra eru George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Colin Powell, sem starfaði sem utanríkisráðherra í forsetatíð Bush. Powell hefur raunar sagst ætla að styðja Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata í forsetakosningunum í haust. Ekkert lát er á mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd. Gríðarlega fjölmenn mótmæli voru haldin um gervöll Bandaríkin í gær og þau virðast ætla að halda áfram í dag. Þannig eru á annað þúsund manns fyrir utan Trump International Hotel í New York þar sem stefnu forsetans er mótmælt. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram og hafa yfirvöld dregið úr viðbúnaði vegna þeirra. Sagði Donald Trump meðal annars á Twitter í morgun að hann hefði fyrirskipað að sveitir þjóðvarnarliðsins myndu hefja brottflutning frá Washington. Þá hefur borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. Romney, sem hefur verið afar gagnrýninn á stefnu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var hluti af hópi um þúsund kristinna mótmælenda sem gengu í átt að Hvíta húsinu í dag til þess að mótmæla morðinu á George Floyd, lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Romney ræddi stuttlega við blaðamann Washington Post sem spurði þingmanninn af hverju hann tæki þátt í mótmælunum „Það þarf að finna leið til að binda enda á ofbeldi og hrottaskap og að tryggja að fólk skilji að svört líf skipta máli,“ sagði Romney. .@SenatorRomney marching in front of the WH: “We need a voice against racism, we need many voices against racism and against brutality. And we need to stand up and say black lives matter.” (w/ @alivitali) pic.twitter.com/rGrXvM6wty— Haley Talbot (@haleytalbotnbc) June 7, 2020 Romney er einn af háttsettum Repúblikönum sem segjast ekki geta stutt Trump en á meðal þeirra eru George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og Colin Powell, sem starfaði sem utanríkisráðherra í forsetatíð Bush. Powell hefur raunar sagst ætla að styðja Joe Biden, forsetaframbjóðenda Demókrata í forsetakosningunum í haust. Ekkert lát er á mótmælum í Bandaríkjunum vegna dauða George Floyd. Gríðarlega fjölmenn mótmæli voru haldin um gervöll Bandaríkin í gær og þau virðast ætla að halda áfram í dag. Þannig eru á annað þúsund manns fyrir utan Trump International Hotel í New York þar sem stefnu forsetans er mótmælt. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram og hafa yfirvöld dregið úr viðbúnaði vegna þeirra. Sagði Donald Trump meðal annars á Twitter í morgun að hann hefði fyrirskipað að sveitir þjóðvarnarliðsins myndu hefja brottflutning frá Washington. Þá hefur borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira