Fótbolti

Dagskráin í dag: Mjólkurbikarslagur í Mosfellsbæ

Anton Ingi Leifsson skrifar
Víkingur fær HK í heimsókn í kvöld.
Víkingur fær HK í heimsókn í kvöld. mynd/afturelding

Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar.

Það er þó ein bein útsending á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Mjólkurbikarinn rúllaði af stað um helgina og 1. umferð í Mjólkurbikar kvenna klárast í kvöld. Lengjudeildarlið Afturelding fær HK í heimsókn í Mosfellsbæinn og er leikurinn í beinni. Flautað verður til leiks klukkan 19.15.

Stöð 2 Sport 2

Kraftaverkið í Istanbúl frá 2005, úrslitaleikur sömu liða tveimur árum síðar og fleiri gómsætir Meistaradeildarleikir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Fínt að rifja upp gamla og góða Meistaradeildarleiki áður en hún fer af stað á nýjan leik eftir kórónuveiruna.

Stöð 2 Sport 3

Krakkamótin sígildu, t.d. Norðurálsmótið, Orkumótið í Eyjum og Símamótið verður gerð góð skil á Stöð 2 Sport 3 í dag sem og útsendingar frá frægum bikarúrslitaleikjum síðustu ára í fótboltanum hér heima, karla og kvenna.

Stöð 2 eSport

Dusty gegn Seven, HaFið gegn Fylki og útsendingu frá fyrstu landsleikjum Íslands í eFótbolta er á meðal efnis Stöð 2 eSport í dag.

Stöð 2 Golf

Útsending frá Evian Championship á LPGA mótaröðinni, Útsending frá lokadegi Dell Technologies Match Play á Heimsmótaröðinni og útsending frá FedEx St. Jude Invitational á Heimsmótaröðinni er á meðal dagskrárliða á Stöð 2 Golf í dag.

Alla dagskrána má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×