Segir heilbrigðisráðuneytið ítrekað fresta því að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 18:43 Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla. Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Heilbrigðisráðunetið hefur ítrekað frestað því að hefja skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi að sögn framkvæmdastjóra Krabbameinsfélagsins sem hefur einnig áhyggjur af því að brjóstaskimun falli niður tímabundið um áramótin. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að Landspítali og sjúkrahúsið á Akureyri taki við brjóstaskimunum frá næstu áramótum en Landspítlainn hefur óskað eftir að því verði frestað til 1. maí. Samningur Sjúkratrygginga við Krabbameinsfélagið um skimanir rennur út um áramót og ekki liggur fyrir hver muni sinna skimunum þar til Landspítalinn er tilbúinn að taka við verkefninu. „Það hefur fyrst og fremst áhrif á fólk í landinu. Það eru mjög miklir hagsmunir þarna undir,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Skimun sé fyrir utan tóbaksvarnir, áhrifaríkasta forvarnarleiðin gegn krabbameinum. Ef skimanir fyrir brjóstakrabbameinum falli niður í fjóra mánuði megi gera ráð fyrir að greining og meðferð sjúkdómsins dragist úr hófi fram fyrir tugi kvenna. „Það þýðir ekki að þær muni ekki greinast. Þær greinast seinna. Það þýðir að meðferð hefst seinna og það getur haft mjög alvarlegar afleiðingar,“ sagði Halla. Heilbrigðisráðuneytið sendi út fréttatilkynningu síðdegis þar sem fram kemur að fari svo að ekki takist að tryggja framkvæmd brjóstaskimana með aðkomu annars aðila en LSH frá árslokum 2020 til 1. maí mun Landspítali tryggja að konum standi til boða, hér eftir sem hingað til, góð og örugg þjónusta. Krabbameinsfélag Íslands.EINAR ÁRNASON Samkvæmt samkomulagi Krabbameinsfélagsins og Heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2016 stóð til að hefja skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi haustið 2017. Félagið og ráðuneytið undirbjuggu verkefnið í sameiningu og lögðu í það 45 milljónir. „Síðan hafa stjórnvöld því miður frestað því ítrekað að taka skimunina upp og það er rosalega bagalegt,“ sagði Halla. Ekki liggur fyrir hvenær skimunin hefst. Krabbamein í ristli og endaþarmi er meðal algengustu krabbameina og fer nýgengið vaxandi. Yfir 180 greinast með meinið á hverju ári hér á landi. Með skimun er hægt að finna forstig sjúkdómsins og koma í veg fyrir meinið. „Og auk þess er hægt að greina sjúkdómana fyrr þanng að meðferð verður léttari og fylgikvillar minni þannig þetta er risa stórt mál, rista stórt,“ sagði Halla. Hún segist ekki vita hvers vegna verkefninu sé ekki ýtt úr vör. Árið 2018 bauð Krabbameinsfélagið upp á að prufukeyra verkefnið en því var hafnað af ráðuneytinu. „Við viljum vera í fararbroddi. Við viljum bjarga mannslífum og það getum við gert með þessari skimun,“ sagði Halla.
Heilsa Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira