Gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja meðal barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2020 12:15 Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og doktor í svefnrannsóknum. Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn. Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Gríðarleg aukning hefur orðið á notkun svefnlyfja á meðal barna og eru dæmi um að fjögurra ára börn neyti lyfjanna. Sérfræðingur í svefnrannsóknum segir ekki gripið til nægilega markvissra aðgerða til að bæta svefn ungmenna. Rannsóknir og greining framkvæmdu nýlega ítarlega rannsókn á svefni ungmenna. Þar kemur fram að enn sofi börn of lítið og hefur koffínneysla og skjátími neikvæð áhrif. „Það sem við erum að sjá í þessari rannsókn er að ung fólk á Íslandi eða unglingar eru að sofa of lítið og þetta er auðvitað það sama og við höfum séð síðustu ár en það er verði að spyrja mun ítarlegra um svefninn núna og erum því með fleiri upplýsingar og við erum að tengja þetta við ýmsa þætti þar á meðal skjátíma, koffínneyslu, andlega og líkamlega heilsu. Þar kemur fram að þeir sem sofa of lítið er líka sá hópur sem metur andlega og líkamlega heilsu sína verri of neytir meiri orkudrykkja og er að verja meiri tíma í skjá,“ sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsónum hjá Betri svefn. Hún segir að grípa þurfi til markvissra aðgerða. „Umræðan hefur verið mikil um svefn og það er vitundavakning sem maður finnur fyrir og fólk er almenn að verða meðvitað um að svefninn skiptir máli. Við höfum kannski ekki farið í nægilega markvissar aðgerðir og ég held að það sé það sem fyrst og fremst þurfi að gera. Það þarf að efla fræðslu og við þurfum að koma fræðslu um svefn í námskrá og byrja strax í fyrsta bekk. Þetta er eitthvað sem tekur tíma að síast inn og eins og ég segi við höfum kannski ekki gripið til nógu markvissra aðgerða hvað þetta varðar,“ sagði Erla. Neysla orkudrykkja hafi aukist um 150 prósent hjá ungu fólki. Einnig hafi orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna og ungmenna. „Við höfum séð gögn frá landlæknisembættinu þar sem þau taka gögn frá lyfjaskrá þar sem er sýnt að það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun svefnlyfja á meðal barna. Þá erum við að tala um börn mikið yngri alveg niður í 4 ára. Það er bara mörg hundruð prósenta aukning á þessari notkun ef við horfum bara á síðasta áratug. Það er auðvitað mikið áhyggjuefnið því ef börn eru að glíma við svefnvanda þá eiga svefnlyf að vera algjört neyðarúrræði og notuð í takmarkaðan tíma á meðan verið er að rétta af og í rauninni á að vera búið að reyna að gera allt annað fyrst,“ sagði Erla. Sagði Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn.
Heilsa Svefn Börn og uppeldi Orkudrykkir Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira