Búast við fjölmennum mótmælum í Washington Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 11:33 Borgarstjórinn lét letra „Svört líf skipta máli“ á 16. stræti sem liggur að Hvíta húsinu í gær. Búist er við einum fjölmennustu mótmælum í sögu borgarinnar í dag. Vísir/EPA Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð. Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþátthyggju hafa geisað í kjölfarið en þeim hafa sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögreglumenn hafa víða gerst sekir um ofbeldi og hörku gegn mótmælendunum. Búist er við miklum mannfjölda í Washington-borg á tólfta degi mótmælanna í dag, að sögn Peters Newsham, lögreglustjórans þar. Mótmælin gætu jafnvel orðin ein þau stærstu í sögu borgarinnar. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir milljón manna mótmælum í höfuðstaðnum. Donald Trump forseti vakti furðu og reiði á öðrum degi hvítasunnu þegar hann hótaði að láta herinn kveða niður mótmæli og óspektir í landinu. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn hersins hafa mótmælt þeim áformum. Washington Post segir að varnarmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að skipa þjóðvarðliðum sem voru kallaðir út í höfuðborginni að nota ekki skotvopn eða skotfæri og að hermenn sem voru sendir að henni verði afturkallaðir. Þrátt fyrir að Trump hafi verið harðorður í yfirlýsingum um mótmælendur hefur hann einnig lýst andstyggð á myndbandi sem sýndi dauða Floyd í haldi lögreglunnar. Í gær virtist hann þó byrjaður að draga í land með það. Þá endurtísti Trump tísti þar sem réttmæti þess að Floyd væri hampað sem „hetju“ var dregið í efa. I don't care WHAT George Floyd did. The officer should have never treated him like that and killed him! But we still must ask: Is he a HERO? BLEXIT founder @RealCandaceO gave her thoughts: "The fact that he has been held up as a martyr sickens me." pic.twitter.com/0Tm47x5Cc8— Glenn Beck (@glennbeck) June 4, 2020 Mótmæltu ofbeldi í Bandaríkjunum og í heimalandinu Þúsundir manna komu saman í borgum í Ástralíu og hundruð í Tókýó og Seúl til þess að sýna bandarísku mótmælendum samstöðu sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við sambærilegum mótmælum víð í Evrópu. Í Brisbane, þar sem mótmælendur voru með grímur og gættu að félagsforðum vegna kórónuveirufaraldursins, kom um 10.000 manns saman friðsamlega og héldu á lofti skiltum sem á var letrað „Svört líf skipta máli“, slagorði mótmælenda í Bandaríkjunum. Sumir vöfðu um sig fána frumbyggja og mótmæltu því sem þeir segja ofbeldi áströlsku lögreglunnar gegn þeim. Í Tókýó beindust mótmælin meðal annars að meðferð lögreglunnar þar á kúrdískum manni sem var stöðvaður við akstur og hrint í jörðina. „Ég vil sýna að það er kynþáttahyggja í Japan núna,“ sagði framhaldsskólanemi á mótmælunum í Tókýó við Reuters. Dauði George Floyd Bandaríkin Ástralía Japan Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Trúir því ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Sjá meira
Yfirvöld í Washington-borg búa sig undir fjölmenn mótmæli þar í dag á sama tíma og ákveðið hefur verið að afvopna þjóðvarðliða og senda hermenn heim frá borginni. Samstöðumótmæli vegna dauða óvopnaðs blökkumanns í haldi lögreglu fóru fram í Ástralíu og Asíu í dag. Dauði George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunna í Minneapolis í síðustu viku hefur valdið mikilli reiði í Bandaríkjunum og víða um heim. Hann lést eftir að lögreglumaður hvíldi hné sitt á hálsinum á honum í um níu mínútur á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Þeir hafa nú verið ákærðir fyrir morð. Mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþátthyggju hafa geisað í kjölfarið en þeim hafa sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögreglumenn hafa víða gerst sekir um ofbeldi og hörku gegn mótmælendunum. Búist er við miklum mannfjölda í Washington-borg á tólfta degi mótmælanna í dag, að sögn Peters Newsham, lögreglustjórans þar. Mótmælin gætu jafnvel orðin ein þau stærstu í sögu borgarinnar. Aðgerðasinnar hafa kallað eftir milljón manna mótmælum í höfuðstaðnum. Donald Trump forseti vakti furðu og reiði á öðrum degi hvítasunnu þegar hann hótaði að láta herinn kveða niður mótmæli og óspektir í landinu. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn hersins hafa mótmælt þeim áformum. Washington Post segir að varnarmálaráðuneytið hafi nú ákveðið að skipa þjóðvarðliðum sem voru kallaðir út í höfuðborginni að nota ekki skotvopn eða skotfæri og að hermenn sem voru sendir að henni verði afturkallaðir. Þrátt fyrir að Trump hafi verið harðorður í yfirlýsingum um mótmælendur hefur hann einnig lýst andstyggð á myndbandi sem sýndi dauða Floyd í haldi lögreglunnar. Í gær virtist hann þó byrjaður að draga í land með það. Þá endurtísti Trump tísti þar sem réttmæti þess að Floyd væri hampað sem „hetju“ var dregið í efa. I don't care WHAT George Floyd did. The officer should have never treated him like that and killed him! But we still must ask: Is he a HERO? BLEXIT founder @RealCandaceO gave her thoughts: "The fact that he has been held up as a martyr sickens me." pic.twitter.com/0Tm47x5Cc8— Glenn Beck (@glennbeck) June 4, 2020 Mótmæltu ofbeldi í Bandaríkjunum og í heimalandinu Þúsundir manna komu saman í borgum í Ástralíu og hundruð í Tókýó og Seúl til þess að sýna bandarísku mótmælendum samstöðu sína í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við sambærilegum mótmælum víð í Evrópu. Í Brisbane, þar sem mótmælendur voru með grímur og gættu að félagsforðum vegna kórónuveirufaraldursins, kom um 10.000 manns saman friðsamlega og héldu á lofti skiltum sem á var letrað „Svört líf skipta máli“, slagorði mótmælenda í Bandaríkjunum. Sumir vöfðu um sig fána frumbyggja og mótmæltu því sem þeir segja ofbeldi áströlsku lögreglunnar gegn þeim. Í Tókýó beindust mótmælin meðal annars að meðferð lögreglunnar þar á kúrdískum manni sem var stöðvaður við akstur og hrint í jörðina. „Ég vil sýna að það er kynþáttahyggja í Japan núna,“ sagði framhaldsskólanemi á mótmælunum í Tókýó við Reuters.
Dauði George Floyd Bandaríkin Ástralía Japan Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 „Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fleiri fréttir Trúir því ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
„Takið hnén á ykkur af hálsunum á okkur“ Hné lögreglumannsins á hálsi George Floyd er myndlíking fyrir þann raunveruleika sem þeldökkir Bandaríkjamenn glíma við á hverjum degi að mati séra Al Sharpton. 4. júní 2020 23:30