Álverin eins og lítil þorp og hvorki rithöfundar né blaðamenn fá fjölskyldufrí Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. júní 2020 10:00 Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir vel hafa gengið hjá íslensku álverunum að halda starfseminni gangandi í samkomubanni með umfangsmiklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og vinnuaðstöðu. Vísir/Vilhelm Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir íslensku álverin eins og lítil þorp þar sem um tvö þúsund manns starfa í fjölbreyttum störfum. Sjálfur starfaði Pétur lengi sem blaðamaður og hefur einnig fengist nokkuð við bókaskrif. Hann segir blaðamenn og rithöfunda eiga það sameiginlegt að hjá þeim sé ekkert sem heitir fjölskyldufrí því vinnan við kveikjur að hugmyndum stoppar aldrei. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um helstu verkefni og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna venjulega rúmlega sjö á morgnana.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þá fer allt á fullt heima. Við Anna Sigga eigum tvo stálpaða unglinga, Örn Óskar 15 ára og Ólöf Kristrún 18 ára. Það eru því fjórir einstaklingar að hefja daginn og búa sig undir vinnu og skóla. Mér finnst notalegast að byrja daginn á því að spjalla við Önnu Siggu á meðan við gerum okkur klár og oftast er útvarpið malandi í bakgrunni. Það er óhugsandi að fá ekki blöðin árla morguns eftir öll þessi ár í blaðamennsku, þá getur maður eins sleppt því að fara fram úr. Ég er svo heppinn að Anna Sigga galdrar fram ljúffengan grænan drykk á hverjum morgni með hollmeti á borð við spínat, engifer, avokadó, mangó og ólívuolíu og við það bætum við hrúgu af vítamínum. Á sumrin dríf ég mig einstaka sinnum fyrr á fætur og hleyp golfhring á Nesinu í góðum félagsskap. Það er yfirleitt logn á þessum tíma og hrein dásemd að fylgjast með því þegar náttúran rís af dvala með ærslum og söng.“ Hvað telur þú það besta og eða erfiðasta við að vera rithöfundur? „Þú spyrð ekki um lítið. Þó að ég hafi skrifað bækur, þá skilgreini ég mig ekki sem rithöfund. Ég er samt alltaf með bækur í vinnslu í skúffum og möppum, hirslum og skýjum. Segja má að ég hafi stytt mér leið í skrifum, því að fyrsta bókin sem ég skrifaði nefndist Sköpunarsögur og fjallaði einmitt um sköpunarferlið hjá rithöfundum. Og þannig sló ég tvær flugur í einu höggi, kynntist því hvernig höfundar skrifa bækur og skrifaði um leið bók sjálfur. Seinna skrifaði ég bók með viðtölum við 22 íslenska höfunda sem kom út á þýsku fyrir bókamessuna í Frankfurt. Þannig að ég hef fengið ágæta innsýn í vinnubrögð þeirra. Það sló mig í þessum leiðangri að það var engin ein regla hjá höfundum, nema ef vera skyldi sú að vinnubrögðin eru ólík. Þeir vinna á ólíkum tímum, sumir leggja söguþráðinn niður fyrir sér fyrirfram á meðan aðrir skapa hann jafnóðum, sumir skálda persónur á meðan aðrir grípa persónur í kringum sig og svo framvegis. Það besta við að vera höfundur er að það er brennandi áhugamál og lifibrauð á sama tíma. Um leið er það erfiðast, því fyrir vikið stimplar maður sig aldrei út úr vinnunni, heldur fylgir hún manni allan daginn, maður er stöðugt að ríma veruleikann við skrifin. Í raun á það einnig við starf blaðamannsins. Það er ekkert til sem heitir fjölskyldufrí án þess að sækja hugmyndir og finna kveikjur að fréttum og pistlum og viðtölum.“ Pétur býr vel að því að eiginkonan galdrar fram hollustudrykk á hverjum morgni, stútfullum af vítamínum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefnum ertu að vinna helst þessa dagana? „Það er í mörg horn að líta í starfi mínu hjá Samáli. Á síðustu vikum og mánuðum hefur mikill tími farið í viðbrögð við Covid og samskipti við stjórnvöld. Gengið hefur vel hjá íslenskum álverum að halda starfseminni gangandi, en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á vaktafyrirkomulagi og vinnuaðstöðu til þess að draga úr hættu á smiti. Staðan er hinsvegar alvarleg á mörkuðum í Evrópu, þar sem verksmiðjur hafa lokað og hjól atvinnulífsins nær stöðvast. Viðfangsefnið á hverjum degi er að draga fram mikilvægi þess að skapa rekstri álvera sjálfbærar og samkeppnishæfar rekstrarforsendur, þannig að þau haldi áfram að skapa verðmæti fyrir íslenskt þjóðarbú. Um tvö þúsund manns starfa hjá álverum og með óbeinum störfum hafa hátt í fimm þúsund manns atvinnu af íslenskan áliðnaði, samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar. Innlendur kostnaður álvera nemur árlega á bilinu 80 til 100 milljörðum og öfugt við það sem margir halda eru raforkukaup minnihlutinn af því, enda kaupa álverin vörur og þjónustu af hundruðum fyrirtækja fyrir tugi milljarða. Annars eru álverin eins og lítil þorp, þar sem störfin eru fjölbreytt og viðfangsefnin ólík. Það er því alltaf eitthvað nýtt og óvænt sem þarf að leysa úr.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er listamaður í merkingunni að gera stöðugt lista yfir brýnustu verkefni og haka svo við. Helst vil ég geta sankað að mér efniviði, þannig að skrifborðið verður svolítið óreiðukennt og ekki laust við að samstarfsfólki mínu þyki það bara örlítið obbólítið fyndið. En mér finnst óreiðan skapandi. Þá þarf ég bara að rétt að líta í kringum mig til að fá hugmyndir. Svo flokka ég gögn í hillur og möppur og fæ útrás fyrir flokkunaráráttuna, en það er mikið af bókavörðum í fjölskyldunni. Ragnhildur systir mín er bókavörður, Ranka föðursystir mín, og svo var afi það líka og langafi!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég myndi nú ekki stilla klukku eftir því. Bara alls ekki. Allur gangur á því. Í gærkvöldi fór ég til dæmis að sofa um eittleytið. Þá hafði Anna Sigga verið að tjalda úti í garði með Heiðu vinkonu sinni, af því að þær eru að fara að þvera Vatnajökul í næstu viku í góðum hópi kvenna til að safna styrkjum fyrir Kraft og Líf. Um að gera að nota tækifærið og hvetja fólk til að fylgjast með því ævintýri á lifskraftur.is. Ég fór hinsvegar í síðasta tíma þýska boltans Dickenbauch, þar sem allir liðsmenn bera þýsk ættarnöfn og það eru jafnan Vestur- og Austur-Þýskaland sem mætast. Eftir það dreif ég mig í golf með Steina vini mínum í kulda og trekki, þar sem marskálkar spila jafnan á fimmtudögum. Þá er ekki spurt að veðri. Enda er júní kjörtími miðnæturgolfsins. Það gerist svo einstaka sinnum, að mér tekst að sofna fyrir miðnætti og það er uppskrift að vellíðan.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00 Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00 Alltaf gaman hjá Landhelgisgæslunni, körfubolti og kór Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslu Íslands segir stelpurnar þar algjöra nagla og strákana algjöra öðlinga. 16. maí 2020 10:00 Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Pétur Blöndal framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir íslensku álverin eins og lítil þorp þar sem um tvö þúsund manns starfa í fjölbreyttum störfum. Sjálfur starfaði Pétur lengi sem blaðamaður og hefur einnig fengist nokkuð við bókaskrif. Hann segir blaðamenn og rithöfunda eiga það sameiginlegt að hjá þeim sé ekkert sem heitir fjölskyldufrí því vinnan við kveikjur að hugmyndum stoppar aldrei. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um helstu verkefni og skipulagið. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna venjulega rúmlega sjö á morgnana.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þá fer allt á fullt heima. Við Anna Sigga eigum tvo stálpaða unglinga, Örn Óskar 15 ára og Ólöf Kristrún 18 ára. Það eru því fjórir einstaklingar að hefja daginn og búa sig undir vinnu og skóla. Mér finnst notalegast að byrja daginn á því að spjalla við Önnu Siggu á meðan við gerum okkur klár og oftast er útvarpið malandi í bakgrunni. Það er óhugsandi að fá ekki blöðin árla morguns eftir öll þessi ár í blaðamennsku, þá getur maður eins sleppt því að fara fram úr. Ég er svo heppinn að Anna Sigga galdrar fram ljúffengan grænan drykk á hverjum morgni með hollmeti á borð við spínat, engifer, avokadó, mangó og ólívuolíu og við það bætum við hrúgu af vítamínum. Á sumrin dríf ég mig einstaka sinnum fyrr á fætur og hleyp golfhring á Nesinu í góðum félagsskap. Það er yfirleitt logn á þessum tíma og hrein dásemd að fylgjast með því þegar náttúran rís af dvala með ærslum og söng.“ Hvað telur þú það besta og eða erfiðasta við að vera rithöfundur? „Þú spyrð ekki um lítið. Þó að ég hafi skrifað bækur, þá skilgreini ég mig ekki sem rithöfund. Ég er samt alltaf með bækur í vinnslu í skúffum og möppum, hirslum og skýjum. Segja má að ég hafi stytt mér leið í skrifum, því að fyrsta bókin sem ég skrifaði nefndist Sköpunarsögur og fjallaði einmitt um sköpunarferlið hjá rithöfundum. Og þannig sló ég tvær flugur í einu höggi, kynntist því hvernig höfundar skrifa bækur og skrifaði um leið bók sjálfur. Seinna skrifaði ég bók með viðtölum við 22 íslenska höfunda sem kom út á þýsku fyrir bókamessuna í Frankfurt. Þannig að ég hef fengið ágæta innsýn í vinnubrögð þeirra. Það sló mig í þessum leiðangri að það var engin ein regla hjá höfundum, nema ef vera skyldi sú að vinnubrögðin eru ólík. Þeir vinna á ólíkum tímum, sumir leggja söguþráðinn niður fyrir sér fyrirfram á meðan aðrir skapa hann jafnóðum, sumir skálda persónur á meðan aðrir grípa persónur í kringum sig og svo framvegis. Það besta við að vera höfundur er að það er brennandi áhugamál og lifibrauð á sama tíma. Um leið er það erfiðast, því fyrir vikið stimplar maður sig aldrei út úr vinnunni, heldur fylgir hún manni allan daginn, maður er stöðugt að ríma veruleikann við skrifin. Í raun á það einnig við starf blaðamannsins. Það er ekkert til sem heitir fjölskyldufrí án þess að sækja hugmyndir og finna kveikjur að fréttum og pistlum og viðtölum.“ Pétur býr vel að því að eiginkonan galdrar fram hollustudrykk á hverjum morgni, stútfullum af vítamínum.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefnum ertu að vinna helst þessa dagana? „Það er í mörg horn að líta í starfi mínu hjá Samáli. Á síðustu vikum og mánuðum hefur mikill tími farið í viðbrögð við Covid og samskipti við stjórnvöld. Gengið hefur vel hjá íslenskum álverum að halda starfseminni gangandi, en ráðist var í umfangsmiklar breytingar á vaktafyrirkomulagi og vinnuaðstöðu til þess að draga úr hættu á smiti. Staðan er hinsvegar alvarleg á mörkuðum í Evrópu, þar sem verksmiðjur hafa lokað og hjól atvinnulífsins nær stöðvast. Viðfangsefnið á hverjum degi er að draga fram mikilvægi þess að skapa rekstri álvera sjálfbærar og samkeppnishæfar rekstrarforsendur, þannig að þau haldi áfram að skapa verðmæti fyrir íslenskt þjóðarbú. Um tvö þúsund manns starfa hjá álverum og með óbeinum störfum hafa hátt í fimm þúsund manns atvinnu af íslenskan áliðnaði, samkvæmt útreikningum Hagfræðistofnunar. Innlendur kostnaður álvera nemur árlega á bilinu 80 til 100 milljörðum og öfugt við það sem margir halda eru raforkukaup minnihlutinn af því, enda kaupa álverin vörur og þjónustu af hundruðum fyrirtækja fyrir tugi milljarða. Annars eru álverin eins og lítil þorp, þar sem störfin eru fjölbreytt og viðfangsefnin ólík. Það er því alltaf eitthvað nýtt og óvænt sem þarf að leysa úr.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er listamaður í merkingunni að gera stöðugt lista yfir brýnustu verkefni og haka svo við. Helst vil ég geta sankað að mér efniviði, þannig að skrifborðið verður svolítið óreiðukennt og ekki laust við að samstarfsfólki mínu þyki það bara örlítið obbólítið fyndið. En mér finnst óreiðan skapandi. Þá þarf ég bara að rétt að líta í kringum mig til að fá hugmyndir. Svo flokka ég gögn í hillur og möppur og fæ útrás fyrir flokkunaráráttuna, en það er mikið af bókavörðum í fjölskyldunni. Ragnhildur systir mín er bókavörður, Ranka föðursystir mín, og svo var afi það líka og langafi!“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég myndi nú ekki stilla klukku eftir því. Bara alls ekki. Allur gangur á því. Í gærkvöldi fór ég til dæmis að sofa um eittleytið. Þá hafði Anna Sigga verið að tjalda úti í garði með Heiðu vinkonu sinni, af því að þær eru að fara að þvera Vatnajökul í næstu viku í góðum hópi kvenna til að safna styrkjum fyrir Kraft og Líf. Um að gera að nota tækifærið og hvetja fólk til að fylgjast með því ævintýri á lifskraftur.is. Ég fór hinsvegar í síðasta tíma þýska boltans Dickenbauch, þar sem allir liðsmenn bera þýsk ættarnöfn og það eru jafnan Vestur- og Austur-Þýskaland sem mætast. Eftir það dreif ég mig í golf með Steina vini mínum í kulda og trekki, þar sem marskálkar spila jafnan á fimmtudögum. Þá er ekki spurt að veðri. Enda er júní kjörtími miðnæturgolfsins. Það gerist svo einstaka sinnum, að mér tekst að sofna fyrir miðnætti og það er uppskrift að vellíðan.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00 Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00 Alltaf gaman hjá Landhelgisgæslunni, körfubolti og kór Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslu Íslands segir stelpurnar þar algjöra nagla og strákana algjöra öðlinga. 16. maí 2020 10:00 Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Svona lætur þú draumana rætast, „giggið“ og ömmubarn Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum og í þetta sinn fáum við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur dósent og rithöfund til að gefa okkur góð ráð um það hvernig við látum drauma okkar rætast. 30. maí 2020 10:00
Koddahjal kvölds og morgna og óþekkjanlegur maður í sjoppunni Í kaffispjalli um helgar er rétt við fólk í ólíkum störfum og að þessu sinni er gestur okkar Páll Winkel fangelsismálastjóri. 23. maí 2020 10:00
Alltaf gaman hjá Landhelgisgæslunni, körfubolti og kór Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Svanhildur Sverrisdóttir mannauðsstjóri Landhelgisgæslu Íslands segir stelpurnar þar algjöra nagla og strákana algjöra öðlinga. 16. maí 2020 10:00
Kórónuveiran reynir á túlkun samninga og eiginkonan vill þjóðnýta hann í svefnrannsóknir Í kaffispjalli um helgar er talað við fólk í ólíkum störfum og segir Árni Helgason lögmaður hjá JÁS Lögmönnum að lögmannstarfið sé skemmtilegt því það felur í sér að vinna með svo mörgu fólki. Árni Helgason er sannur B-maður. 9. maí 2020 10:00