Öll sérsveitin hætti til að styðja félaga sem var refsað fyrir ofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 08:21 Lögreglumenn ýta við manni á áttræðisaldri sem stóð á torgi sem þeir voru að rýma á fimmtudag. Maðurinn féll aftur fyrir sig og slasaðist á höfði. Lögreglan hélt því upphaflega fram að maðurinn hefði „hrasað“. Tveir lögregluþjónar voru settir í launalaust leyfi eftir að myndband birtist af atvikinu. AP/Mike Desmond/WBFO Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Upphaflega hélt lögreglan í Buffalo því fram að maðurinn hefði „hrasað“ og dottið í „skærum“ á milli lögreglumanna og mótmælenda en mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum vegna dráps á óvopnuðum blökkumanni í haldi lögreglunnar í Minneapolis undanfarna daga. Myndband af atvikinu birtist á fimmtudag og sást maðurinn þar ræða við lögreglumenn áður en tveir þeirra ryðjast áfram og ýta manninum sem féll við það aftur fyrir sig í götuna. Aðrir sérsveitarmenn sjást ganga fram hjá manninum þar sem hann liggur jafnvel þó að einhver heyrist segja að það blæði úr eyranu á honum. Tveir sérsveitarmenn voru settir í launalaust leyfi eftir að myndbandið breiddist úr eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum og Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, sagði að reka ætti lögreglumennina að sínu mati. Allir 57 liðsmenn sérsveitarinnar hættu í henni í gær til að mótmæla brottvikningu félaga sinna en þó ekki í lögreglunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. John Evans, forseti sambands lögreglumanna í Buffalo, segir að lögreglumennirnir hafi aðeins fylgt skipunum um að rýma torg til að framfylgja útgöngubanni. „Þar er ekki tilgreint að það eigi að tæma torgið af karlmönnum, yngri en fimmtugum eða fimmtán til fertugs. Þeir voru einfaldlega að vinna vinnuna sína. Ég veit ekki hversu mikil snerting þetta var. Hann rann að mínu mati. Hann féll aftur fyrir sig,“ sagði Evans við fjölmiðla þrátt fyrir að myndbandið virðist sýna skýrt að lögreglumennirnir hrintu manninum. Maðurinn sem særðist heitir Martin Gugino, 75 ára gamall aðgerðarsinni frá Buffalo. Hann er sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Á sjötta tug sérsveitarmanna lögreglunnar í Buffalo í Bandaríkjunum hætti í henni til að sýna samstöðu með tveimur félögum sínum sem voru settir í leyfi eftir að myndband birtist af þeim hrinda manni á áttræðisaldri í götuna. Maðurinn er sagður alvarlega slasaður en hann tók þátt í mótmælum gegn lögregluofbeldi. Upphaflega hélt lögreglan í Buffalo því fram að maðurinn hefði „hrasað“ og dottið í „skærum“ á milli lögreglumanna og mótmælenda en mikil mótmæli hafa geisað víða í Bandaríkjunum vegna dráps á óvopnuðum blökkumanni í haldi lögreglunnar í Minneapolis undanfarna daga. Myndband af atvikinu birtist á fimmtudag og sást maðurinn þar ræða við lögreglumenn áður en tveir þeirra ryðjast áfram og ýta manninum sem féll við það aftur fyrir sig í götuna. Aðrir sérsveitarmenn sjást ganga fram hjá manninum þar sem hann liggur jafnvel þó að einhver heyrist segja að það blæði úr eyranu á honum. Tveir sérsveitarmenn voru settir í launalaust leyfi eftir að myndbandið breiddist úr eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum og Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis, sagði að reka ætti lögreglumennina að sínu mati. Allir 57 liðsmenn sérsveitarinnar hættu í henni í gær til að mótmæla brottvikningu félaga sinna en þó ekki í lögreglunni, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. John Evans, forseti sambands lögreglumanna í Buffalo, segir að lögreglumennirnir hafi aðeins fylgt skipunum um að rýma torg til að framfylgja útgöngubanni. „Þar er ekki tilgreint að það eigi að tæma torgið af karlmönnum, yngri en fimmtugum eða fimmtán til fertugs. Þeir voru einfaldlega að vinna vinnuna sína. Ég veit ekki hversu mikil snerting þetta var. Hann rann að mínu mati. Hann féll aftur fyrir sig,“ sagði Evans við fjölmiðla þrátt fyrir að myndbandið virðist sýna skýrt að lögreglumennirnir hrintu manninum. Maðurinn sem særðist heitir Martin Gugino, 75 ára gamall aðgerðarsinni frá Buffalo. Hann er sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Fleiri fréttir Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Sjá meira
Lögregluþjónum vikið úr starfi fyrir að hrinda gömlum manni sem þeir sögðu hafa hrasað Tveimur lögregluþjónum í Buffalo í New York ríki hefur verið vikið úr starfi fyrir að ýta 75 ára gömlum manni í jörðina. 5. júní 2020 11:44