Segir flugskýlið sem borgin vill rífa með merkustu flugminjum Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2020 21:34 TF-ÖRN við sjóflugskýlið í Skerjafirði fyrir tíma Reykjavíkurflugvallar en vélinni var rennt á teinum út í sjó. Flugfélag Akureyrar, síðar Flugfélag Íslands, byggði skýlið yfir TF-ÖRN, sem Icelandair telur fyrstu flugvél félagsins. Myndin er úr bók Arngríms Sigurðssonar, Annálar íslenskra flugmála 1936-1938, sem Íslenska flugsögufélagið gaf út. Haukur Claessen, síðar varaflugmálastjóri, tók ljósmyndina. Mynd/Haukur Claessen. Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði frá því í gær að borgin hefði tilkynnt að vegna nýs skipulags ætti að rífa flugskýli félagsins í Skerjafirði. Eggert Norðdahl, höfundur bókarinnar Flugsaga Íslands. Hann vill að Minjastofnun beiti skyndifriðun til að hindra borgaryfirvöld í að rífa flugskýlið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér eiginlega bara snarbrá vegna þess að þetta er elsta uppistandandi bygging á flugvallarsvæðinu og að grunninum til er hún algerlega íslensk, frá því fyrir stríð,“ segir flugáhugamaðurinn Eggert Norðdahl, höfundur Flugsögu Íslands. Flugskýlið er nefnilega ekki stríðsminjar, eins og flest önnur skýli á vellinum, heldur segir Eggert að það sé byggt árið 1938. Skýlið sé frá árum sjóflugvélanna og því íslenskar flugminjar frá því fyrir tíma Reykjavíkurflugvallar en frá skýlinu lá skábraut niður í sjó. Reykjavíkurflugvöllur 9. júní árið 1942. Á myndinni sést sjóflugskýlið neðarlega til vinstri. Breski herinn tók skýlið yfir um tíma á stríðsárunum en skilaði því svo fljótlega aftur til Flugfélags Íslands, sem lét stækka það árið 1942.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. Eggert segir skýlið ómetanlegar flugminjar. „Vegna þess að þetta er elsta uppistandandi flugskýli á Íslandi, svo ég viti til.“ Eggert setur þó þá fyrirvara að vera kunni að eldra skýli, sem rifið var á Akureyri, hafi síðar verið endurreist úti í sveit. Þá sé hluti skýlis á Sandskeiði frá sama tíma. Eggert segist strax í morgun hafa sent erindi til Minjastofnunar. Hann vill skyndifriðun enda hafi skýlið verið byggt yfir TF-ÖRN, sjóflugvélina sem markaði upphaf samfellds atvinnuflugs á Íslandi og telst fyrsta flugvél í sögu Icelandair. Flugskýlið sést betur þegar myndin að ofan frá árinu 1942 er stækkuð. Sjá má nokkra Catalinu-flugbáta bandaríska hersins en einnig Beechcraft-vél Flugfélags Íslands, TF-ISL, á akbrautinni við flugbrautina.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. „Þetta er tvímælalaust bara upphaf atvinnuflugs á Íslandi, svona fyrir utan Junkers-flugbátana, flugvélarnar sem voru á flotbátum hérna 1928 til 1931. Ef þú myndir finna Junkers-vél, þá er hún kannski merkilegri, en þetta er bara það almerkilegasta sem til er. Og það eru svo fáir sem átta sig á því að þetta er þarna, bara í upphaflegri mynd, í fullri notkun,“ segir Eggert Norðdahl. Flugskýlið var tekið notkun árið 1938 en er núna í eigu Flugfélagsins Ernis. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt félaginu að skýlið verði rifið þar sem búið sé að skipuleggja þar veg.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherra var einnig brugðið við fréttirnar af tilkynningu borgaryfirvalda til Flugfélagsins Ernis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það illskiljanlegt, sem gömlum sveitarstjórnarmanni, ef satt reynist, að það sé gengið svona fram gagnvart fyrirtæki sem hefur starfað og þjónustað borgarana hér um áratugaskeið, og eiginlega hálf ómannleg nálgun, ef satt reynist. En ég ætla að skoða málið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Fornminjar Húsavernd Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Höfundur bókarinnar um Flugsögu Íslands hefur óskað eftir því að Minjastofnun grípi til skyndifriðunar til að koma í veg fyrir að borgin rífi flugskýli í Skerjafirði. Hann segir skýlið frá tíma sjóflugvélanna, eldra en flugvöllinn, og einhverjar merkustu minjar um upphaf atvinnuflugs á Íslandi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Forstjóri Flugfélagsins Ernis sagði frá því í gær að borgin hefði tilkynnt að vegna nýs skipulags ætti að rífa flugskýli félagsins í Skerjafirði. Eggert Norðdahl, höfundur bókarinnar Flugsaga Íslands. Hann vill að Minjastofnun beiti skyndifriðun til að hindra borgaryfirvöld í að rífa flugskýlið.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér eiginlega bara snarbrá vegna þess að þetta er elsta uppistandandi bygging á flugvallarsvæðinu og að grunninum til er hún algerlega íslensk, frá því fyrir stríð,“ segir flugáhugamaðurinn Eggert Norðdahl, höfundur Flugsögu Íslands. Flugskýlið er nefnilega ekki stríðsminjar, eins og flest önnur skýli á vellinum, heldur segir Eggert að það sé byggt árið 1938. Skýlið sé frá árum sjóflugvélanna og því íslenskar flugminjar frá því fyrir tíma Reykjavíkurflugvallar en frá skýlinu lá skábraut niður í sjó. Reykjavíkurflugvöllur 9. júní árið 1942. Á myndinni sést sjóflugskýlið neðarlega til vinstri. Breski herinn tók skýlið yfir um tíma á stríðsárunum en skilaði því svo fljótlega aftur til Flugfélags Íslands, sem lét stækka það árið 1942.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. Eggert segir skýlið ómetanlegar flugminjar. „Vegna þess að þetta er elsta uppistandandi flugskýli á Íslandi, svo ég viti til.“ Eggert setur þó þá fyrirvara að vera kunni að eldra skýli, sem rifið var á Akureyri, hafi síðar verið endurreist úti í sveit. Þá sé hluti skýlis á Sandskeiði frá sama tíma. Eggert segist strax í morgun hafa sent erindi til Minjastofnunar. Hann vill skyndifriðun enda hafi skýlið verið byggt yfir TF-ÖRN, sjóflugvélina sem markaði upphaf samfellds atvinnuflugs á Íslandi og telst fyrsta flugvél í sögu Icelandair. Flugskýlið sést betur þegar myndin að ofan frá árinu 1942 er stækkuð. Sjá má nokkra Catalinu-flugbáta bandaríska hersins en einnig Beechcraft-vél Flugfélags Íslands, TF-ISL, á akbrautinni við flugbrautina.Mynd/Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. „Þetta er tvímælalaust bara upphaf atvinnuflugs á Íslandi, svona fyrir utan Junkers-flugbátana, flugvélarnar sem voru á flotbátum hérna 1928 til 1931. Ef þú myndir finna Junkers-vél, þá er hún kannski merkilegri, en þetta er bara það almerkilegasta sem til er. Og það eru svo fáir sem átta sig á því að þetta er þarna, bara í upphaflegri mynd, í fullri notkun,“ segir Eggert Norðdahl. Flugskýlið var tekið notkun árið 1938 en er núna í eigu Flugfélagsins Ernis. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt félaginu að skýlið verði rifið þar sem búið sé að skipuleggja þar veg.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samgönguráðherra var einnig brugðið við fréttirnar af tilkynningu borgaryfirvalda til Flugfélagsins Ernis. „Ég verð að segja eins og er að mér finnst það illskiljanlegt, sem gömlum sveitarstjórnarmanni, ef satt reynist, að það sé gengið svona fram gagnvart fyrirtæki sem hefur starfað og þjónustað borgarana hér um áratugaskeið, og eiginlega hálf ómannleg nálgun, ef satt reynist. En ég ætla að skoða málið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Fornminjar Húsavernd Tengdar fréttir Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20 Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Borgin tilkynnir Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins Reykjavíkurborg hefur tilkynnt Flugfélaginu Erni að rífa eigi viðhaldsstöð félagsins á Reykjavíkurflugvelli bótalaust vegna nýs skipulags. Forstjórinn Hörður Guðmundsson kallar þetta árás á innanlandsflugið enda geti þetta leitt til þess að starfsemi félagsins leggist af. 4. júní 2020 20:20
Hjólar í Reykjavíkurborg og segir „sómakær sveitarfélög“ ekki taka eignir af íbúum bótalaust Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segir ekki annað koma til greina en að Reykjavíkurborg virði samkomulag ríkisins og borgarinnar um uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð. 5. júní 2020 17:39
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45