Borgaði yfir þrjár milljónir fyrir tuttugu síðna ástarbréf frá Michael Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 14:30 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls á svipuðum tíma og hann skrifaði bréfið. Getty/Focus on Sport Einn aðdáandi Michael Jordan fékk greinilega ekki að vita nóg um sinn mann með því að horfa á „The Last Dance“ þættina því hann var tilbúinn að borga 25 þúsund dali eða 3,3 milljónir króna til að fá að lesa gamalt ástarbréf frá Michael Jordan. Þetta er reyndar ekkert venjulegt ástarbréf því það er upp á heilar tuttugu síður og Michael Jordan lá þarna greinilega mikið á hjarta. Seljandinn græddi líka mikið á því að bjóða bréfið upp núna á meðan Michael Jordan var mikið í umræðunni. Ástarbréfið keypti hann á 2560 dali árið 2014 og hagnaður hans er því meira 22 þúsund dalir eða 2,9 milljónir íslenskra króna. Michael Jordan's 20-page love letter to Amy Hunter auctioned off for $25,000 https://t.co/aVTJc8aoK7 pic.twitter.com/tOzpgBoQhd— New York Post (@nypost) June 1, 2020 Ástarbréfið skrifaði Michael Jordan til leikkonunnar Amy Hunter sem hann hélt við á sínum tíma. Amy Hunter var þarna 24 til 25 ára gömul en Jordan er þremur árum eldri en hún. Bréfið er talið að hafa verið skrifað nokkrum mánuðum eftir að Jordan giftist Juanitu í september 1989. Þau eru skilin í dag. Jordan nefnir fyrsta barn hans og Juanitu í bréfinu. Jeffrey Michael Jordan fæddist 18. nóvember 1988. Juanita og Michael Jordan áttu tvö önnur börn saman en skildu endanlega í desember 2006. Michael Jordan er nú giftur Yvette Prieto og eiga þau sex ára tvíburadætur saman. „Amy, stundum er ég eigingjarnasti maðurinn á jörðinni af því að í heilt ár hugsaði ég bara um Michael,“ skrifaði Jordan meðal annars í bréfinu. Who is #AmyHunter? #NBA legend #MichaelJordan reportedly wrote a 20-page love letter for the actress in 1989The letter was recently sold for $25,000https://t.co/VKoO5h8ti9— Republic (@republic) June 4, 2020 „Ég viðurkenni það að ég gerði mistök og það var erfitt fyrir mig að breyta því. Segjum sem svo að mér takist að laga mistökin. Þú getur ekki ímyndað þér vandræðin sem við myndum lenda í. Það er óhugsandi. Við gætum ekki átt ánægjulegt samband eða fengið að vera í friði. Allur heimurinn myndi hafa skoðun á okkar einkamálum. Það er pressa sem ég gat ekki lifað við,“ skrifaði Jordan. „Amy, ef ég væri bara Michael Jordan, venjulegur níu til fimm maður, þá væri það ekki erfitt að viðurkenna mistökin. Í staðinn þá er ég Michael Jordan sem fólk setur upp á stall og álítur að sé hin fullkomna fyrirmynd. Fullt af fólki, ekki bara krakkar heldur heilar fjölskyldur. Getur þú ímyndað þér ábyrgðina sem ég þarf að lifa með. Svo er það barnið sem ég á með konu sem ég hef elskað í þrjú og hálft ár,“ skrifaði Michael Jordan í ástarbréfið sitt. NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Einn aðdáandi Michael Jordan fékk greinilega ekki að vita nóg um sinn mann með því að horfa á „The Last Dance“ þættina því hann var tilbúinn að borga 25 þúsund dali eða 3,3 milljónir króna til að fá að lesa gamalt ástarbréf frá Michael Jordan. Þetta er reyndar ekkert venjulegt ástarbréf því það er upp á heilar tuttugu síður og Michael Jordan lá þarna greinilega mikið á hjarta. Seljandinn græddi líka mikið á því að bjóða bréfið upp núna á meðan Michael Jordan var mikið í umræðunni. Ástarbréfið keypti hann á 2560 dali árið 2014 og hagnaður hans er því meira 22 þúsund dalir eða 2,9 milljónir íslenskra króna. Michael Jordan's 20-page love letter to Amy Hunter auctioned off for $25,000 https://t.co/aVTJc8aoK7 pic.twitter.com/tOzpgBoQhd— New York Post (@nypost) June 1, 2020 Ástarbréfið skrifaði Michael Jordan til leikkonunnar Amy Hunter sem hann hélt við á sínum tíma. Amy Hunter var þarna 24 til 25 ára gömul en Jordan er þremur árum eldri en hún. Bréfið er talið að hafa verið skrifað nokkrum mánuðum eftir að Jordan giftist Juanitu í september 1989. Þau eru skilin í dag. Jordan nefnir fyrsta barn hans og Juanitu í bréfinu. Jeffrey Michael Jordan fæddist 18. nóvember 1988. Juanita og Michael Jordan áttu tvö önnur börn saman en skildu endanlega í desember 2006. Michael Jordan er nú giftur Yvette Prieto og eiga þau sex ára tvíburadætur saman. „Amy, stundum er ég eigingjarnasti maðurinn á jörðinni af því að í heilt ár hugsaði ég bara um Michael,“ skrifaði Jordan meðal annars í bréfinu. Who is #AmyHunter? #NBA legend #MichaelJordan reportedly wrote a 20-page love letter for the actress in 1989The letter was recently sold for $25,000https://t.co/VKoO5h8ti9— Republic (@republic) June 4, 2020 „Ég viðurkenni það að ég gerði mistök og það var erfitt fyrir mig að breyta því. Segjum sem svo að mér takist að laga mistökin. Þú getur ekki ímyndað þér vandræðin sem við myndum lenda í. Það er óhugsandi. Við gætum ekki átt ánægjulegt samband eða fengið að vera í friði. Allur heimurinn myndi hafa skoðun á okkar einkamálum. Það er pressa sem ég gat ekki lifað við,“ skrifaði Jordan. „Amy, ef ég væri bara Michael Jordan, venjulegur níu til fimm maður, þá væri það ekki erfitt að viðurkenna mistökin. Í staðinn þá er ég Michael Jordan sem fólk setur upp á stall og álítur að sé hin fullkomna fyrirmynd. Fullt af fólki, ekki bara krakkar heldur heilar fjölskyldur. Getur þú ímyndað þér ábyrgðina sem ég þarf að lifa með. Svo er það barnið sem ég á með konu sem ég hef elskað í þrjú og hálft ár,“ skrifaði Michael Jordan í ástarbréfið sitt.
NBA Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum