Inga Sæland telur að Lilja eigi að segja af sér Jakob Bjarnar skrifar 5. júní 2020 14:02 Inga segir Framsóknarspillinguna sama við sig en nú sé komið gott. Lilja ætti, að mati formanns Flokks fólksins, að taka pokann sinn. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“ Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, ritar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína en tilefnið er ráðuneytisstjóramálið sem verið hefur í deiglunni undanfarna daga. „Ætlar forsætisráðherra og formaður VG sem hefur viljað kenna sig við jafnrétti og femenimsma, að láta það líðast að Menntamálaráðherra í ríkisstjórn hennar brjóti jafnréttislög?“ spyr Inga. Stæk sérhagsmunapólitík Á dögunum kvað úrskurðarnefnd jafnréttismála uppúr með það að Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, hafi brotið jafnréttislög þegar hún réði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra í ráðuneyti sínu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið. En kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneytinu, hafi verið vanmetin í samanburði við Pál í ráðningarferlinu. Hafdís var af hæfnisnefndinni ekki talin ein af þeim þremur fjórum sem af nefndinni þóttu hæfust. Hafdís hefur vísað málinu áfram til umboðsmanns Alþingis. Inga spyr og svarar sér sjálf: „Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík? Svarið er einfalt: ALDREI! Framsóknarmaður ráðinn ráðuneytisstjóri af Framsóknarráðherranum sem talin er hafa brotið jafnréttislög með ráðningunni.“ Inga bendir á að Sigríður Á Andersen hafi verið látin taka poka sinn úr dómsmálaráðuneyti vegna Landsréttarmálsins og Hanna Birna Kristjánsdóttir einnig en þá vegna Lekamálsins. „Er einhver sýnilegur eðlismunur á þessu máli um viðurkennt brot ráðherra á jafnréttislöggjöfinni, sem gæti mögulega slegið skjaldborg um Menntamálaráðherrann?“ spyr Inga og svarið liggur í loftinu. Framsóknarfrændhyglin blómstrar Þá bendir Inga jafnframt á að Lilja haldi því fram að hæfasta fólkið hafi verið ráðið í öllum þeim málum hvar hún hefur komið að málum. Inga Sæland gefur minna en ekkert fyrir þau orð. Reyndar telur hún slíkar staðhæfingar fráleitar. „Nei,“ segir Inga. „Framsóknarmenn eru ráðnir af Framsóknarráðherranum, það er ekki flóknara en það. Sama gamla spillingarkerfið blómstrar hér sem aldrei fyrr. Framsóknarmaður ráðinn sem formaður fjölmiðlanefndar þrátt fyrir að hæfari einstaklingur hafi sótt um starfið. Sami formaður fjölmiðlanefndar hefur skreytt stjórnarformennsku 8 nefnda í boði Framsóknarflokksins.“
Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Framsóknarflokkurinn Alþingi Skipan ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu Tengdar fréttir Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28 Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42 Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Skipaði Einar í stað Halldóru þvert á tillögu sérfræðinga Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra fór á svig við tillögu sérfræðinga í menntamálaráðuneytinu þegar hún skipaði Einar Huga Bjarnason formann fjölmiðlanefndar í nóvember. 4. júní 2020 21:28
Hafdís hefur vísað ráðuneytisstjóramálinu til umboðsmanns Alþingis Lilja segist ekki hafa talið vert að víkja frá niðurstöðu hæfisnefndarinnar. 4. júní 2020 14:42
Telur brot Lilju gagnvart Hafdísi marka tímamót Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur telur að ráðning Lilju á Páli Magnússyni hljóti að hafa afleiðingar. 3. júní 2020 12:21