Næst besti árangur í lækkun kolesteróls frá 1980 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2020 12:37 Hjartavernd Vísir/Vilhelm Ný rannsókn sem birtist í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature sýnir að gildi slæms kólesteróls, það er kólesteróls sem eftir er þegar svokallað gott HDL-kólesteról hefur verið dregið frá, hefur hækkað mest í Asíuríkjum og lækkað mest á Vesturlöndum. Slæma kólesterólið hefur lækkað næst mest í heiminu frá árinu 1980 á Íslandi og er Ísland með næst lægsta gildi í Evrópu. Þetta á við bæði um konur og karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjartavernd. Hjá Hjartavernd er rekin eina hérlenda rannsóknarstöðin í þessum efnum, en þar hefur gögnum um áhættuþætti tengda krónískum langvinnum sjúkdómum hefur verið safnað kerfisbundið frá 1967. „Vonda kólesterólið hefur lækkað mest í Belgíu en Norðurlandaþjóðirnar, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru í hópi þeirra tíu þjóða þar sem lækkunin hefur orðið hvað mest. Það vekur athygli að árið 2018 eru Lettland og Litháen meðal þeirra þjóða sem hafa hæst gildi á vonda kólesterólinu fyrir karla,“ segir í tilkynningunni. Mataræði hefur áhrif á gildi kólesteróls hjá fólki.Vísir/Getty Þá segir að hækkun kolesteróls í Asíu sé áhyggjuefni. Leiða megi líkur að því að hún muni hafa í för með sér verulega aukningu á ótímabærum dauðsföllum vegna hjartaáfalla. „Líklegt má jafnvel telja að þessar þjóðir geti í framtíðinni staðið frammi fyrir sams konar falli í lífslíkum og sást á Vesturlöndum á sjötta og sjöunda áratug síðasta aldar.“ Hins vegar megi rekja þann viðsnúning sem orðið hefur á Vesturlöndum, þar á meðal á Íslandi, fyrst og fremst til vitundarvakningar er kemur að áhættuþáttum hjartasjúkdóma og samstillts átaks, meðal annars fyrir hjartvænna mataræði. Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Ný rannsókn sem birtist í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature sýnir að gildi slæms kólesteróls, það er kólesteróls sem eftir er þegar svokallað gott HDL-kólesteról hefur verið dregið frá, hefur hækkað mest í Asíuríkjum og lækkað mest á Vesturlöndum. Slæma kólesterólið hefur lækkað næst mest í heiminu frá árinu 1980 á Íslandi og er Ísland með næst lægsta gildi í Evrópu. Þetta á við bæði um konur og karla. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hjartavernd. Hjá Hjartavernd er rekin eina hérlenda rannsóknarstöðin í þessum efnum, en þar hefur gögnum um áhættuþætti tengda krónískum langvinnum sjúkdómum hefur verið safnað kerfisbundið frá 1967. „Vonda kólesterólið hefur lækkað mest í Belgíu en Norðurlandaþjóðirnar, Finnland, Noregur, Danmörk og Svíþjóð eru í hópi þeirra tíu þjóða þar sem lækkunin hefur orðið hvað mest. Það vekur athygli að árið 2018 eru Lettland og Litháen meðal þeirra þjóða sem hafa hæst gildi á vonda kólesterólinu fyrir karla,“ segir í tilkynningunni. Mataræði hefur áhrif á gildi kólesteróls hjá fólki.Vísir/Getty Þá segir að hækkun kolesteróls í Asíu sé áhyggjuefni. Leiða megi líkur að því að hún muni hafa í för með sér verulega aukningu á ótímabærum dauðsföllum vegna hjartaáfalla. „Líklegt má jafnvel telja að þessar þjóðir geti í framtíðinni staðið frammi fyrir sams konar falli í lífslíkum og sást á Vesturlöndum á sjötta og sjöunda áratug síðasta aldar.“ Hins vegar megi rekja þann viðsnúning sem orðið hefur á Vesturlöndum, þar á meðal á Íslandi, fyrst og fremst til vitundarvakningar er kemur að áhættuþáttum hjartasjúkdóma og samstillts átaks, meðal annars fyrir hjartvænna mataræði.
Heilbrigðismál Heilsa Vísindi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira