Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 12:21 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni hydroxychloroquine gegn Covid-19. Rannsókn sem benti til þess að lyfið yki dánartíðini sjúklinga með sjúkdóminn hefur þó verið dregin til baka. AP/Ben Margot Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. Hydroxychloroquine hefur orðið að hápólitísku deiluefni eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hampaði lyfinu sem nokkurs konar töfralausn gegn kórónuveirufaraldrinum og sagðist jafnvel taka það sjálfur þrátt fyrir að hann hefði ekki greinst smitaður af veirunni. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Breska læknariti Lancet hefur nú tekið grein um rannsóknina úr birtingu eftir að þrír höfunda hennar drógu hana til baka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar vísuðu höfundarnir til áhyggna af gæðum og áreiðanleika gagnanna sem þeir notuðu. Þeir gætu ekki ábyrgst gögnin eftir að bandaríska einkafyrirtækið Surgisphere, sem útvegaði þau, neitaði að gera þau aðgengileg fyrir óháða endurskoðun. Sapan Desai, forstjóri Surgisphere, sem var einn höfunda greinar um rannsóknina, hefur ekki tjáð sig um að greinin hafi verið dregin til baka. Önnur rannsókn sem byggði einnig á gögnum Surgisphere en um annað efni var tekin úr birtingu hjá New England Journal of Medicine (NEJM), af sömu ástæðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti í gær að hún ætlaði að halda áfram tilraunum með malaríulyfið í ljósi þess að rannsóknin hefur verið dregin til baka. Chris Chambers, prófessor í sálfræði og sérfræðingur hjá breskum samtökum um gegnsæi í vísindum, segir að Lancet og NEJM ættu að rannsaka hvernig rannsóknirnar komust í gegnum ritrýni og yfirferð ritstjórnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. 3. júní 2020 21:36 Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. 3. júní 2020 13:11 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. Hydroxychloroquine hefur orðið að hápólitísku deiluefni eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hampaði lyfinu sem nokkurs konar töfralausn gegn kórónuveirufaraldrinum og sagðist jafnvel taka það sjálfur þrátt fyrir að hann hefði ekki greinst smitaður af veirunni. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Breska læknariti Lancet hefur nú tekið grein um rannsóknina úr birtingu eftir að þrír höfunda hennar drógu hana til baka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar vísuðu höfundarnir til áhyggna af gæðum og áreiðanleika gagnanna sem þeir notuðu. Þeir gætu ekki ábyrgst gögnin eftir að bandaríska einkafyrirtækið Surgisphere, sem útvegaði þau, neitaði að gera þau aðgengileg fyrir óháða endurskoðun. Sapan Desai, forstjóri Surgisphere, sem var einn höfunda greinar um rannsóknina, hefur ekki tjáð sig um að greinin hafi verið dregin til baka. Önnur rannsókn sem byggði einnig á gögnum Surgisphere en um annað efni var tekin úr birtingu hjá New England Journal of Medicine (NEJM), af sömu ástæðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti í gær að hún ætlaði að halda áfram tilraunum með malaríulyfið í ljósi þess að rannsóknin hefur verið dregin til baka. Chris Chambers, prófessor í sálfræði og sérfræðingur hjá breskum samtökum um gegnsæi í vísindum, segir að Lancet og NEJM ættu að rannsaka hvernig rannsóknirnar komust í gegnum ritrýni og yfirferð ritstjórnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. 3. júní 2020 21:36 Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. 3. júní 2020 13:11 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. 3. júní 2020 21:36
Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. 3. júní 2020 13:11
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41