6 dagar í Pepsi Max: Atli Guðna á hælum Gumma Ben Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2020 10:00 Atli Guðnason hefur gefið 82 stoðsendingar og skorað 65 mörk í 274 leikjum í úrvalsdeild karla. Vísir/Vilhelm Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingnum Atla Guðnasyni tókst ekki að gefa stoðsendingu í Pepsi Max deildinni í fyrrasumar en augun voru á Atla sem var farinn að nálgast Guðmund Benediktsson á toppi stoðsendingalistans. Guðmundur Benediktsson gaf 87 stoðsendingar í deildinni á sínum tíma og er áfram fimm stoðsendingum á undan Atla. Atli var búinn að gefa stoðsendingu á þrettán tímabilum í röð fyrir síðasta tímabil en náði ekki að leggja upp mark fyrir félaga sína í FH-liðinu í fyrra. Nú er spurningin hvort að Atli nái að nálgast metið í sumar en eftir samtals tvær stoðsendingar á síðustu tveimur tímabilum er metið hans Gumma Ben ekki í eins mikilli hættu og síðustu sumar. Það má þó ekki afskrifa Atla sem hefur gefið fimm stoðsendingar eða fleiri á níu tímabilum í efstu deild. Guðmundur Benediktsson er búinn að eiga metið í fjórtán ár eða síðan 11. september 2006 þegar hann komst fram úr Haraldi Ingólfssyni. Haraldur vann stoðsendingatitilinn fyrstu sex tímabilin sem stoðsendingar voru teknar saman í efstu deild karla. Guðmundur náði mest 28 stoðsendinga forskoti á listanum en þegar hann gaf sína 87. og síðustu stoðsendingu í deildinni sumarið 2009 var Haraldur Ingólfsson enn í öðru sæti með 59. Tryggvi Guðmundsson komst upp í annað sætið sumarið 2010 og minnkaði forskot Guðmundar á endanum í fjórtán stoðsendingar. Atli Guðnason tók síðan annað sætið af Tryggva á 2016 tímabilinu og minnkaði forskot í fimm þegar hann gaf sína síðustu stoðsendingu til þessa í leik á móti Val 23. september 2018. Flestar stoðsendingar í efstu deild karla: (Stoðsendingar hafa verið teknar saman frá 1992) 1. Guðmundur Benediktsson 87 2. Atli Guðnason 82 3. Tryggvi Guðmundsson 73 3. Ólafur Páll Snorrason 73 5. Óskar Örn Hauksson 64 6. Guðmundur Steinarsson 61 7. Haraldur Ingólfsson 59 8. Scott Mckenna Ramsay 56 9. Ingi Sigurðsson 53 10. Einar Þór Daníelsson 45 11. Kristinn Jónsson 41 12. Guðjón Pétur Lýðsson 40 Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 6 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. FH-ingnum Atla Guðnasyni tókst ekki að gefa stoðsendingu í Pepsi Max deildinni í fyrrasumar en augun voru á Atla sem var farinn að nálgast Guðmund Benediktsson á toppi stoðsendingalistans. Guðmundur Benediktsson gaf 87 stoðsendingar í deildinni á sínum tíma og er áfram fimm stoðsendingum á undan Atla. Atli var búinn að gefa stoðsendingu á þrettán tímabilum í röð fyrir síðasta tímabil en náði ekki að leggja upp mark fyrir félaga sína í FH-liðinu í fyrra. Nú er spurningin hvort að Atli nái að nálgast metið í sumar en eftir samtals tvær stoðsendingar á síðustu tveimur tímabilum er metið hans Gumma Ben ekki í eins mikilli hættu og síðustu sumar. Það má þó ekki afskrifa Atla sem hefur gefið fimm stoðsendingar eða fleiri á níu tímabilum í efstu deild. Guðmundur Benediktsson er búinn að eiga metið í fjórtán ár eða síðan 11. september 2006 þegar hann komst fram úr Haraldi Ingólfssyni. Haraldur vann stoðsendingatitilinn fyrstu sex tímabilin sem stoðsendingar voru teknar saman í efstu deild karla. Guðmundur náði mest 28 stoðsendinga forskoti á listanum en þegar hann gaf sína 87. og síðustu stoðsendingu í deildinni sumarið 2009 var Haraldur Ingólfsson enn í öðru sæti með 59. Tryggvi Guðmundsson komst upp í annað sætið sumarið 2010 og minnkaði forskot Guðmundar á endanum í fjórtán stoðsendingar. Atli Guðnason tók síðan annað sætið af Tryggva á 2016 tímabilinu og minnkaði forskot í fimm þegar hann gaf sína síðustu stoðsendingu til þessa í leik á móti Val 23. september 2018. Flestar stoðsendingar í efstu deild karla: (Stoðsendingar hafa verið teknar saman frá 1992) 1. Guðmundur Benediktsson 87 2. Atli Guðnason 82 3. Tryggvi Guðmundsson 73 3. Ólafur Páll Snorrason 73 5. Óskar Örn Hauksson 64 6. Guðmundur Steinarsson 61 7. Haraldur Ingólfsson 59 8. Scott Mckenna Ramsay 56 9. Ingi Sigurðsson 53 10. Einar Þór Daníelsson 45 11. Kristinn Jónsson 41 12. Guðjón Pétur Lýðsson 40
Flestar stoðsendingar í efstu deild karla: (Stoðsendingar hafa verið teknar saman frá 1992) 1. Guðmundur Benediktsson 87 2. Atli Guðnason 82 3. Tryggvi Guðmundsson 73 3. Ólafur Páll Snorrason 73 5. Óskar Örn Hauksson 64 6. Guðmundur Steinarsson 61 7. Haraldur Ingólfsson 59 8. Scott Mckenna Ramsay 56 9. Ingi Sigurðsson 53 10. Einar Þór Daníelsson 45 11. Kristinn Jónsson 41 12. Guðjón Pétur Lýðsson 40
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira