Snjóþekja er nú á Fjarðarheiði og er þar unnið að hreinsun. Sömuleiðis eru hálkublettir víða á Austurlandi og Norðausturlandi.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir ennfremur að hálkublettir séu á Fagradal og Vatnsskarði eystra og sömuleiðis á Mývatns- og Möðrudalsöræfum.
Annars eru vegir greiðfærir á landinu.
Allt landið: Það er hálka, hálkublettir eða krapi á nokkrum fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi en annars eru vegir greiðfærir. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 5, 2020