Gerir ekki ráð fyrir að frumvarp um inneignarnótur verði afgreitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 18:42 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur nú blasa við að frumvarp hennar um inneignarnótur frá ferðaskrifstofum hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi. Hún gerir ekki ráð fyrir að það verði afgreitt. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í aðgerðapakka íslensku ríkisstjórnarinnar í lok apríl síðastliðinn voru kynntar hugmyndir um að ferðaskrifstofur mættu veita viðskiptavinum inneign vegna ferða sem aflýsa þurfti vegna faraldurs kórónuveiru. Frumvarp ferðamálaráðherra þess efnis liggur nú inni í nefnd. Þórdís bendir á í færslu sinni að danska ríkisstjórnin sé hætt við að leyfa ferðaskrifstofum að endurgreiða viðskiptavinum með inneignarnótum. Ákvörðun um þetta hafi verið kynnt með vísan til afstöðu Evrópusambandsins. Þá segir Þórdís að viðbúið hefði verið að frumvarpið sem hún lagði fram á þingi yrði umdeilt, sem það var. Mögulega hefði verið hægt að koma til móts við báðar hliða rmálsins, þ.e. rétt neytenda og ferðaskrifstofa, „á kostnað skattgreiðenda, með því að aflétta ekki bara skyldunni um endurgreiðslu í peningum af fyrirtækjunum heldur innleiða samtímis ríkisábyrgð á kröfum neytenda. Niðurstaðan var að gera það ekki,“ segir Þórdís. „Mér sýnist nú ljóst að frumvarpið sem ég lagði fram hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi.“ Samhliða þessu sjáist vísbendingar um að verið sé að hverfa frá þessari leið í nágrannalöndunum, samanber nýjustu tíðindi frá Danmörku. Aðstæður hafi einnig breyst frá því að frumvarpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferðalög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vetur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landamæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var líklegt fyrir fáeinum vikum. Það þýðir væntanlega að ferðaskrifstofur standa frammi fyrir færri afbókunum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður segir,“ segir Þórdís. „Ég hef staðið með frumvarpinu eins og það var lagt fram en það hefur ekki stuðning. Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra telur nú blasa við að frumvarp hennar um inneignarnótur frá ferðaskrifstofum hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi. Hún gerir ekki ráð fyrir að það verði afgreitt. Þetta kemur fram í færslu sem Þórdís Kolbrún birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í aðgerðapakka íslensku ríkisstjórnarinnar í lok apríl síðastliðinn voru kynntar hugmyndir um að ferðaskrifstofur mættu veita viðskiptavinum inneign vegna ferða sem aflýsa þurfti vegna faraldurs kórónuveiru. Frumvarp ferðamálaráðherra þess efnis liggur nú inni í nefnd. Þórdís bendir á í færslu sinni að danska ríkisstjórnin sé hætt við að leyfa ferðaskrifstofum að endurgreiða viðskiptavinum með inneignarnótum. Ákvörðun um þetta hafi verið kynnt með vísan til afstöðu Evrópusambandsins. Þá segir Þórdís að viðbúið hefði verið að frumvarpið sem hún lagði fram á þingi yrði umdeilt, sem það var. Mögulega hefði verið hægt að koma til móts við báðar hliða rmálsins, þ.e. rétt neytenda og ferðaskrifstofa, „á kostnað skattgreiðenda, með því að aflétta ekki bara skyldunni um endurgreiðslu í peningum af fyrirtækjunum heldur innleiða samtímis ríkisábyrgð á kröfum neytenda. Niðurstaðan var að gera það ekki,“ segir Þórdís. „Mér sýnist nú ljóst að frumvarpið sem ég lagði fram hafi ekki meirihlutastuðning á Alþingi.“ Samhliða þessu sjáist vísbendingar um að verið sé að hverfa frá þessari leið í nágrannalöndunum, samanber nýjustu tíðindi frá Danmörku. Aðstæður hafi einnig breyst frá því að frumvarpið var samið og lagt fram. „Þá var allt eins útlit fyrir að engin eða nær engin ferðalög yrðu á milli landa fyrr en í haust eða vetur. Nú sjáum við að lönd eru að opna landamæri sín nú þegar eða eftir nokkra daga, miklu fyrr en talið var líklegt fyrir fáeinum vikum. Það þýðir væntanlega að ferðaskrifstofur standa frammi fyrir færri afbókunum en ella og geta líka selt nýjar ferðir fyrr en ella. Þrátt fyrir það er mér vel ljóst að sum þeirra standa frammi fyrir mjög alvarlegri stöðu, þó að staða þeirra sé ólík eins og áður segir,“ segir Þórdís. „Ég hef staðið með frumvarpinu eins og það var lagt fram en það hefur ekki stuðning. Ég geri því ekki ráð fyrir að þingið afgreiði það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Alþingi Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga. 17. maí 2020 09:26
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03