Lufthansa flýgur til Íslands á ný Sylvía Hall skrifar 4. júní 2020 15:04 Lufthansa mun bjóða upp á flug þrisvar í viku. Vísir/Getty Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. Þetta kemur fram í svari svæðisstjóra félagsins við fyrirspurn Túrista sem greinir frá. Félagið mun fljúga til Íslands frá Frankfurt tvisvar í viku og þá verður eitt flug í hverri viku frá Munchen. Ekki liggur fyrir hvaða daga verði flogið en í fyrstu verður flug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum. Lufthansa tilkynnti nýlega áfangastaði sem yrðu settir í forgang en Ísland var ekki á meðal þeirra. Þó flaug félagið til Íslands fyrir kórónuveirufaraldurinn frá Frankfurt og bauð upp á flug frá Munchen yfir sumarið. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á rekstur félagsins. Í lok aprílmánaðar gaf félagið út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa mun hefja flug hingað til lands þrisvar í viku í byrjun júní. Þetta kemur fram í svari svæðisstjóra félagsins við fyrirspurn Túrista sem greinir frá. Félagið mun fljúga til Íslands frá Frankfurt tvisvar í viku og þá verður eitt flug í hverri viku frá Munchen. Ekki liggur fyrir hvaða daga verði flogið en í fyrstu verður flug frá Keflavíkurflugvelli til Frankfurt á fimmtudögum og laugardögum. Lufthansa tilkynnti nýlega áfangastaði sem yrðu settir í forgang en Ísland var ekki á meðal þeirra. Þó flaug félagið til Íslands fyrir kórónuveirufaraldurinn frá Frankfurt og bauð upp á flug frá Munchen yfir sumarið. Faraldur kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á rekstur félagsins. Í lok aprílmánaðar gaf félagið út viðvörun þess efnis að lausafé félagsins myndi klárast innan fáeinna vikna ef ekkert yrði að gert. Áður en kórónuveiran breiddist út um heiminn, með tilheyrandi ferðatakmörkunum, var Lufthansa í heilbrigðum rekstri og framtíð fyrirtækisins tiltölulega björt.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira