Helena setur ekki neina dagsetningu á endurkomuna Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 19:00 Helena í viðtalinu í dag en hún er af mörgum talin besta íslenska körfuboltakona sögunnar. vísir/s2s Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Sjá meira