Rísa upp eftir viðvarandi ofbeldi í aldanna rás segja „hingað og ekki lengra“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. júní 2020 13:49 Silja Bára Ómarsdóttir. Forsætisráðuneytið Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. Ekki sé hægt að slíta mál Floyds úr samhengi við allt mótlætið og ofbeldið sem svartir Bandaríkjamenn hafa mátt þola í aldanna rás og varð til þess að upp úr sauð. „Drápið á George Floyd í Minneapolis er ekki einangrað. Það er ekki hægt að horfa á það aðskilið frá ítrekuðu ofbeldi sem svartir Bandaríkjamenn mæta af hálfu lögreglunnar, fordómum og þaðan af verra sem þeir þurfa að búa við,“ segir Silja Bára sem bendir á að síðustu tvo mánuði hafi tvö önnur sambærileg tilvik átt sér stað. „Það eru að minnsta kosti tvö önnur dráp á sirka tveimur mánuðum sem við fréttum af, fréttir sem ná alþjóðlegri útbreiðslu. Þetta er ekki eitt atvik. Þetta er viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hefur ekki tekist á við.“ Efnt hefur verið til samstöðumótmæla í fjölmörgum borgum heims til að taka undir kröfur um mannsæmandi líf fyrir svart fólk í Bandaríkjunum; líf án ofbeldis og fordóma. Ísland er þar engin undantekning en á Austurvelli klukkan 16.30 í dag ætla Íslendingar að fylkja liði og sýna samstöðu. Á þriðja þúsund hafa boðað komu sína. Nánar um samstöðumótmælin: Enough. Gather in Solidarity „Ég held að öll samstaða skipti máli. Þó þetta séu svartir í Bandaríkjunum sem mótmæla mismunun sem þeir mæta þá er rasisminn sem er samofinn öllu valdi í Bandaríkjunum ekki okkur ókunnugur. Þetta er rasismi sem á rætur sínar í evrópsku valdakerfi og við erum hluti af því og deilum að einhverju leyti þeirri arfleifð og það skiptir máli að við sýnum samstöðu.“ Það hafi mikla þýðingu fyrir fólkið sem stendur fremst í mótmælunum að finna að það hafi breiðan stuðning víða um heim. „Ef þið hélduð friðinn þyrftum við ekki að mótmæla.“ Mótmælendur í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, með skilaboð til lögreglunnar í Bandaríkjunum.Jacquelyn Martin/AP Fóru illa út úr kórónuveirunni Silja Bára segir aðspurð að faraldur kórónuveirunnar hafi einnig varpað ljósi á hið fjölþætta misrétti sem svart fólk býr við í Bandaríkjunum dags daglega. „Fólk sem er svart og brúnt á hörund hefur farið verr út úr kórónuveirunni. Það hefur sýkst frekar og hefur minna atvinnuöryggi þannig að það hefur frekar misst tekjur sínar, býr frekar í leiguhúsnæði þannig að það hefur ekki það öryggi sem hlýst af því að búa í fasteign sem það á. Allt þetta spilar saman til að skapa spennu í samfélögum og hlýtur að ýta undir örvæntingu og viljann til að rísa upp og segja hingað og ekki lengra“. Stjórnvöld verði að leggja fram raunverulegt sáttaboð Aðspurð um framhaldið í Bandaríkjunum segir Silja Bára að skammtímalausnir dugi ekki til. Til að lægja öldurnar þurfi að koma fram raunverulegt sáttaboð af hálfu stjórnvalda og áætlun til að bæta aðstæður fólks sem er dökkt á hörund í Bandaríkjunum. „Eftir mótmælin á sjöunda áratugnum þá voru gerðar tilraunir til dæmis um að setja lög um öruggt húsnæði og koma til móts við þessa kröfu um mannsæmandi líf. Viðbrögð alríkisstjórnvalda og fyrst og fremst Donalds Trump og hans ríkisstjórnar hafa verið eiginlega þveröfug. Það er gerð tilraun til að berja niður mótmælin, mæta þeim með aga og valdi í stað þess að reyna að koma til móts við kröfurnar og byggja upp stöðugleika sem byggi á réttlæti. Á meðan það gerist ekki þá auðvitað heldur þetta áfram.“ Silja Bára veltir fyrir sér hvort í framhaldinu verði pólitísk vakning og hvort fólk muni í auknum mæli ná að beina þeirri orku sem brýst fram í óeirðum og gripdeildum líka inn í kjörklefann og á hið pólitíska svið til að knýja fram breytingar. Steve King, þingmaður Repúblikanaflokksins í Iowa, sem er þekktur fyrir kynþáttahyggju og fordóma tapaði í forvali Repúblikana í gær. King hefur verið á þingi í átján ár. Á skrifstofunni hans hangir fáni Suðurríkjanna og í viðtali við New York Times í fyrra velti hann fyrir sér hvers vegna það væri allt í einu orðið skammaryrði að vera hvítur þjóðernissinni sem tryði á yfirburði hvítra. „Þannig að það eru svona einhverjar vísbendingar um að það sé einhverjar breytingar í vændum þó maður geti þó ekki fullyrt um orsakasamhengið,“ segir Silja Bára. Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Hervæðing lögreglunnar Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir um mótmælaölduna í Bandaríkjunum eftir að George Floyd var myrtur á hrottalegan hátt af lögreglumanni. 3. júní 2020 08:00 Mótmæli næturinnar að mestu friðsamleg Mótmæli héldu áfram í nótt í Bandaríkjunum þrátt fyrir útgöngubann í fjölda borga. 3. júní 2020 06:48 Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. 2. júní 2020 23:30 Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. 2. júní 2020 23:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands segir að mótmælin vegna morðsins á George Floyd í Minneapolis eigi sér langan aðdraganda. Kynþáttahyggja samofin kerfum landsins sé viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hafi ekki tekist á við. Ekki sé hægt að slíta mál Floyds úr samhengi við allt mótlætið og ofbeldið sem svartir Bandaríkjamenn hafa mátt þola í aldanna rás og varð til þess að upp úr sauð. „Drápið á George Floyd í Minneapolis er ekki einangrað. Það er ekki hægt að horfa á það aðskilið frá ítrekuðu ofbeldi sem svartir Bandaríkjamenn mæta af hálfu lögreglunnar, fordómum og þaðan af verra sem þeir þurfa að búa við,“ segir Silja Bára sem bendir á að síðustu tvo mánuði hafi tvö önnur sambærileg tilvik átt sér stað. „Það eru að minnsta kosti tvö önnur dráp á sirka tveimur mánuðum sem við fréttum af, fréttir sem ná alþjóðlegri útbreiðslu. Þetta er ekki eitt atvik. Þetta er viðvarandi vandamál sem bandarískt samfélag hefur ekki tekist á við.“ Efnt hefur verið til samstöðumótmæla í fjölmörgum borgum heims til að taka undir kröfur um mannsæmandi líf fyrir svart fólk í Bandaríkjunum; líf án ofbeldis og fordóma. Ísland er þar engin undantekning en á Austurvelli klukkan 16.30 í dag ætla Íslendingar að fylkja liði og sýna samstöðu. Á þriðja þúsund hafa boðað komu sína. Nánar um samstöðumótmælin: Enough. Gather in Solidarity „Ég held að öll samstaða skipti máli. Þó þetta séu svartir í Bandaríkjunum sem mótmæla mismunun sem þeir mæta þá er rasisminn sem er samofinn öllu valdi í Bandaríkjunum ekki okkur ókunnugur. Þetta er rasismi sem á rætur sínar í evrópsku valdakerfi og við erum hluti af því og deilum að einhverju leyti þeirri arfleifð og það skiptir máli að við sýnum samstöðu.“ Það hafi mikla þýðingu fyrir fólkið sem stendur fremst í mótmælunum að finna að það hafi breiðan stuðning víða um heim. „Ef þið hélduð friðinn þyrftum við ekki að mótmæla.“ Mótmælendur í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, með skilaboð til lögreglunnar í Bandaríkjunum.Jacquelyn Martin/AP Fóru illa út úr kórónuveirunni Silja Bára segir aðspurð að faraldur kórónuveirunnar hafi einnig varpað ljósi á hið fjölþætta misrétti sem svart fólk býr við í Bandaríkjunum dags daglega. „Fólk sem er svart og brúnt á hörund hefur farið verr út úr kórónuveirunni. Það hefur sýkst frekar og hefur minna atvinnuöryggi þannig að það hefur frekar misst tekjur sínar, býr frekar í leiguhúsnæði þannig að það hefur ekki það öryggi sem hlýst af því að búa í fasteign sem það á. Allt þetta spilar saman til að skapa spennu í samfélögum og hlýtur að ýta undir örvæntingu og viljann til að rísa upp og segja hingað og ekki lengra“. Stjórnvöld verði að leggja fram raunverulegt sáttaboð Aðspurð um framhaldið í Bandaríkjunum segir Silja Bára að skammtímalausnir dugi ekki til. Til að lægja öldurnar þurfi að koma fram raunverulegt sáttaboð af hálfu stjórnvalda og áætlun til að bæta aðstæður fólks sem er dökkt á hörund í Bandaríkjunum. „Eftir mótmælin á sjöunda áratugnum þá voru gerðar tilraunir til dæmis um að setja lög um öruggt húsnæði og koma til móts við þessa kröfu um mannsæmandi líf. Viðbrögð alríkisstjórnvalda og fyrst og fremst Donalds Trump og hans ríkisstjórnar hafa verið eiginlega þveröfug. Það er gerð tilraun til að berja niður mótmælin, mæta þeim með aga og valdi í stað þess að reyna að koma til móts við kröfurnar og byggja upp stöðugleika sem byggi á réttlæti. Á meðan það gerist ekki þá auðvitað heldur þetta áfram.“ Silja Bára veltir fyrir sér hvort í framhaldinu verði pólitísk vakning og hvort fólk muni í auknum mæli ná að beina þeirri orku sem brýst fram í óeirðum og gripdeildum líka inn í kjörklefann og á hið pólitíska svið til að knýja fram breytingar. Steve King, þingmaður Repúblikanaflokksins í Iowa, sem er þekktur fyrir kynþáttahyggju og fordóma tapaði í forvali Repúblikana í gær. King hefur verið á þingi í átján ár. Á skrifstofunni hans hangir fáni Suðurríkjanna og í viðtali við New York Times í fyrra velti hann fyrir sér hvers vegna það væri allt í einu orðið skammaryrði að vera hvítur þjóðernissinni sem tryði á yfirburði hvítra. „Þannig að það eru svona einhverjar vísbendingar um að það sé einhverjar breytingar í vændum þó maður geti þó ekki fullyrt um orsakasamhengið,“ segir Silja Bára.
Dauði George Floyd Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04 Hervæðing lögreglunnar Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir um mótmælaölduna í Bandaríkjunum eftir að George Floyd var myrtur á hrottalegan hátt af lögreglumanni. 3. júní 2020 08:00 Mótmæli næturinnar að mestu friðsamleg Mótmæli héldu áfram í nótt í Bandaríkjunum þrátt fyrir útgöngubann í fjölda borga. 3. júní 2020 06:48 Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. 2. júní 2020 23:30 Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. 2. júní 2020 23:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. 3. júní 2020 11:04
Hervæðing lögreglunnar Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir um mótmælaölduna í Bandaríkjunum eftir að George Floyd var myrtur á hrottalegan hátt af lögreglumanni. 3. júní 2020 08:00
Mótmæli næturinnar að mestu friðsamleg Mótmæli héldu áfram í nótt í Bandaríkjunum þrátt fyrir útgöngubann í fjölda borga. 3. júní 2020 06:48
Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. 2. júní 2020 23:30
Meirihluti ekki ánægður með viðbrögð Trump samkvæmt nýrri könnun Ný skoðanakönnun sem framkvæmd var fyrir Reuters gefur til kynna að meirihluti Bandaríkjamanna sé ekki ánægður með það hvernig Donald Trump hefur tekið á mótmælaöldu þar í landi eftir að hinn 46 ára gamla George Floyd lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis. 2. júní 2020 23:30