Gagnrýna uppsagnir á flugumferðarstjórum og vilja sjá þær teknar til baka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2020 12:04 Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra hafa sent framkvæmdastjóra dótturfélags ISAVIA bréf þar sem uppsagnirnar eru harðlega gagnrýndar. Vísir/Vilhelm Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFACTA, hafa sent Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra ISAVIA ANS, dótturfélags ISAVIA, bréf þar sem uppsögnum fyrirtækisins á um það bil hundrað flugumferðarstjórum síðastliðin mánaðamót er mótmælt. Samtökin krefjast þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Í bréfinu segir að uppsagnirnar séu til þess fallnar að valda alvarlegri röskun á þjónustu sem hingað til hefur verið veitt. Eins hafi þær niðurdrepandi áhrif á starfsanda flugumferðarstjóranna sem þær ná til. „Flugumferðarstjórar eru ekki varningur sem hægt er að geyma uppi í hillu í lengri tíma, til þess að „reka og ráða“ að nýju án alvarlegrar hættu á gæðatapi þjónustu og óhjákvæmilega dregur þetta úr öryggi. Án flugumferðarstjóra yrði ekki flogið til eða frá Íslandi, yfir Norður-Atlantshaf, né til Evrópu, þegar aftur verður hægt að fljúga.“ Þá er starfsstéttin sögð veigamikill þáttur í innviðum ríkja heimsins. Hún leiki lykilhlutverk í mikilvægum flutningi lyfja og heilbrigðisvara til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn. „Því er gríðarlega mikilvægt að ríki styrki innviði flugumferðarstjórnar í gegn um þessa krísu og á meðan bara er náð, rétt eins og þau styðja aðra hluta flugiðnaðarins.“ Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00 Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Alþjóðasamtök flugumferðarstjóra, IFACTA, hafa sent Ásgeiri Pálssyni, framkvæmdastjóra ISAVIA ANS, dótturfélags ISAVIA, bréf þar sem uppsögnum fyrirtækisins á um það bil hundrað flugumferðarstjórum síðastliðin mánaðamót er mótmælt. Samtökin krefjast þess að uppsagnirnar verði dregnar til baka. Í bréfinu segir að uppsagnirnar séu til þess fallnar að valda alvarlegri röskun á þjónustu sem hingað til hefur verið veitt. Eins hafi þær niðurdrepandi áhrif á starfsanda flugumferðarstjóranna sem þær ná til. „Flugumferðarstjórar eru ekki varningur sem hægt er að geyma uppi í hillu í lengri tíma, til þess að „reka og ráða“ að nýju án alvarlegrar hættu á gæðatapi þjónustu og óhjákvæmilega dregur þetta úr öryggi. Án flugumferðarstjóra yrði ekki flogið til eða frá Íslandi, yfir Norður-Atlantshaf, né til Evrópu, þegar aftur verður hægt að fljúga.“ Þá er starfsstéttin sögð veigamikill þáttur í innviðum ríkja heimsins. Hún leiki lykilhlutverk í mikilvægum flutningi lyfja og heilbrigðisvara til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn. „Því er gríðarlega mikilvægt að ríki styrki innviði flugumferðarstjórnar í gegn um þessa krísu og á meðan bara er náð, rétt eins og þau styðja aðra hluta flugiðnaðarins.“
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00 Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. 27. maí 2020 17:00
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29